Hvers vegna þessi magnaði samgöngusáttmáli? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. febrúar 2023 08:00 Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Samgöngur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að verða vör við hávaðann sem glymur frá kjörnum fulltrúum Sjálfstæðismanna héðan og þaðan af höfuðborgarsvæðinu. Líkt og oftast glymur hæst í borgarfulltrúunum en í þetta skiptið var það nýr bæjarstjóri Kópavogsbæjar sem hóf trumbusláttinn. Svo slæddust félagar hennar, sem eftir eru í Kraganum, með hver á eftir öðrum og reyndu að halda í við glyminn, í tilraun til að grafa undan samkomulaginu sem forverar þeirra og formaður Sjálfstæðisflokksins undirrituðu. Bæjarstjórinn minn er einn af þeim sem var kallaður til í umræðuna í vikunni. Ég lagði við hlustir því hann er ekki alveg eins hávaðasamur og aðrir félagar hans. Þar sem að hann er nokkuð hófstilltari var ég spennt að heyra hans málflutning til að skilja út á hvað hávaðinn gengur. En því miður þá varð ég engu nær. Það er talað um að taka upp sáttmálann en engum er ljóst hvaða markmiði það á að gegna. Hverju á að ná fram? Hverju á að breyta? Svör við því hef ég enn ekki komið auga á. Af hverju samgöngusáttmáli? Samgöngusáttmálinn er sameiginlegt mál allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann er merkilegur sáttmáli á sama tíma og hann er mjög mikilvægur fyrir samfélagið allt. Og já hann kostar. Um það verðum við að vera meðvituð. Það gefast klárlega tækifæri til þess að leysa einstaka mál með hagkvæmari og jafnvel einfaldari hætti. En hvort um það náist einhver samstaða er svo allt annað mál. Sjálf er ég til að mynda hrifin af því að endurskoða pælingar um afar kostnaðarsama stokka og þess í stað horft til þess sem kallað er lok eða vistlok, þar sem hægt er. Það yrði til að mynda ódýrari leið fyrir okkur í Garðabænum. Sú framkvæmd yrði líka einfaldari og myndi líklega flýta framkvæmdum verulega. Fjórar mikilvægar röksemdir með sáttmálanum Í fyrsta lagi er ekki sjálfgefið að pólitíkin þvert á allt höfuðborgarsvæðið og á þingi hafi komist að slíku samkomulagi, þar sem verkefni ríkis og sveitarfélaga eru tvinnuð saman svo út megi koma heildstæð framkvæmd sem leiðir af sér hágæða almenningssamgöngur og bættar samgöngur fyrir alla. Í öðru lagi er samgöngusáttmáli afar mikilvægur til þess að mæta þeim áskorunum sem fram undan eru og birtast okkur nú, þegar þegar kemur að mengun og losun. Mengun vegna aukinnar bílnotkunar hefur þar mikil áhrif og til þess að draga úr þeim þætti þurfum við að nýta almenningssamgöngur í töluvert meiri mæli en við gerum í dag. Það gerum við með því að gera almenningssamgöngur að meira aðlaðandi ferðakosti með tíðari ferðum og bættu aðgengi. Um það snýst sáttmálinn. Í þriðja lagi er það bláköld staðreynd að við höfum takmarkað landrými til framtíðar. Í stóra samhenginu er það ein mikilvægasta ástæða þess að höfuðborgarsvæðið taki höndum saman og sameinist um þá vegferð að bæta og gefa í þegar kemur að almenningssamgöngum. Í fjórða lagi og alls ekki því sísta, þá er lýðheilsa stór þáttur sem við verðum að taka betur inn í allar ákvarðanir sem snúa að lífsskilyrðum fólks. Lýðheilsa og alvöru valkostur íbúa til að kjósa bíllausan og lýðheilsusamlegan lífsstíl þegar kemur að samgöngum er krafa nútímans og framtíðarinnar. Fyrir utan þann mikla þjóðhagslega ábata sem bættar almenningssamgöngur hafa fyrir samfélagið allt og ekki síst notendur almenningssamgangna sem áætlaður hefur verið vel yfir 100 milljarða á virði ársins 2020. Af hverju er ekki talað um mikilvægi verkefnisins? Eina sem ég heyri úr horni Sjálfstæðismanna er að framkvæmdin kosti og að einhverjum verkefnum, sem er í vinnslu, sé ekki lokið. Ég heyri ekkert um hvaða breytingum þau vilja ná fram eða hvað annað þau vilji gera. Ég heyri ekkert um mikilvægi verkefnisins, áhrifa þess eða snefil af framtíðarsýn er varðar almenningssamgöngur sem virka til framtíðar. Ég veit hins vegar að það eru afar skiptar skoðanir um almenningssamgöngur og það pláss sem þeim er ætlað í þessum góða og mikilvæga samgöngusáttmála meðal flokksfélaga þessara kjörinna fulltrúa. Kannski á hávaðinn rætur sínar fyrst og fremst í þeim hópi og mögulega er honum fyrst og fremst ætlað að hreyfa við þeim félögum sem vilja standa vörð um kyrrstöðu, einkabílinn og enn meiri tafir í umferðinni. Ekki öfundsvert, hlutskiptið það. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun