Hvernig má bjóða þér að ferðast? Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:01 Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Sundabraut Borgarlína Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum árum áætluðu Samtök iðnaðarins að borgarbúar sólunduðu níu milljónum klukkustundum í umferðartafir árlega. Umferðartafir á annatíma höfðu þá aukist um nærri 50% á örfáum árum. Þetta sýndu niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku - á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins töldu jafnframt mikla hagkvæmni geta falist í minni umferðartöfum. Ná mætti fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum, ef umferðartafir myndu minnka um 15%. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Valfrelsi og sveigjanleiki Langflestir íbúar höfuðborgarsvæðisins telja það lífsgæðamál að bæta samgöngur. Það var því fagnaðarefni þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var undirritaður árið 2019 en hann tryggði stóraukin framlög til nauðsynlegra samgönguframkvæmda á svæðinu. Tæp 90% af framkvæmdakostnaði yrði greiddur af ríkinu en sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu myndu greiða það sem eftir stæði í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Sáttmálinn átti að tryggja breiða fjárfestingu í fjölbreyttum samgöngum. Stærstum hluta fjármagnsins skyldi varið til stofnvegaframkvæmda, því næst skyldi fjárfest í öflugum almenningssamgöngum og loks bættum innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Unnið yrði út frá því markmiði að fjölga notendum almenningssamgangna, en þó gengið út frá þeirri forsendu að áfram færu flestir leiðar sinnar á bíl. Frá undirritun sáttmálans hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrikað mikilvægi þess að gætt verði að tímaáætlun framkvæmda og ráðdeild hvað varðar framkvæmdakostnað. Með sáttmálanum þyrfti að tryggja frelsi og val um fjölbreyttar samgöngur - einn fararmáti skyldi ekki útiloka annan - framtíðin ætti að fela í sér valfrelsi og sveigjanleika. Áætlanir samgöngusáttmála verði endurmetnar Tæpum fjórum árum eftir undirritun sáttmálans ríkir hins vegar enn mikil óvissa um fjármögnun hans. Jafnframt kom nýverið í ljós að framkvæmdir við Arnarnesveg og Sæbrautarstokk voru stórlega vanáætlaðar, langt umfram verðbætur. Að auki hefur ekki verið lokið við neina þeirra flýtiframkvæmda sem tilgreindar voru sem forgangsverkefni í sáttmálanum. Það skiptir okkur sjálfstæðismenn máli að áætlanir fyrir svo veigamikil verkefni séu vandaðar og byggðar á skýrum forsendum. Af þessu tilefni munum við leggja til við borgarstjórn í dag, að áætlanir samgöngusáttmálans verði endurmetnar, með það fyrir augum að tryggja farsæla framvindu og framkvæmd nauðsynlegra samgöngubóta í Reykjavík. Við þurfum að setja aukinn kraft í samgönguframkvæmdir á svæðinu, en tryggja fyrirfram að áætlanir séu vandaðar, raunhæfar og standist skoðun. Einungis þannig náum við árangri. Sundabraut og hjólreiðar Þó samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins hafi sannarlega verið stórt framfaraskref í samgöngumálum svæðisins, þá verður hann seint talinn tæmandi. Samhliða innleiðingu sáttmálans þarf að vinna að uppbyggingu Sundabrautar án tafar, enda þjóðhagslega arðbær samgönguframkvæmd og mikilvæg tenging fyrir fjölmörg hverfi Reykjavíkur. Jafnframt mætti setja stóraukinn kraft í innleiðingu Hjólreiðaáætlunar Reykjavíkur enda hjólreiðar vaxandi samgöngumáti í borginni. Þá mætti bæta samgöngur með auknu samtali við atvinnulíf og menntastofnanir um breytilegt upphaf vinnudags og kennsludags, eða möguleikum til aukinnar fjarvinnu og fjarkennslu sem góð reynsla hefur fengist af á tímum heimsfaraldurs. Jafnframt mætti ná auknu jafnvægi á umferðarstrauma með fjölgun vinnustaða í austurborginni. Tækifærin til lausna samgönguvandans eru bæði fjölbreytt eru fjölmörg. Fjölbreyttar þarfir og frjálsir valkostir Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg, þar sem fólk getur leitað hamingjunnar á eigin forsendum. Borg sem byggir á frjálsum valkostum – og býður lífsgæðin sem felast í greiðum samgöngum. Borg þar sem níu milljón klukkustundum er ekki sólundað í umferðartafir - heldur varið í verðmætasköpun og gæðastundir. Samgönguvanda höfuðborgarsvæðisins þarf að leysa með hliðsjón af fjölbreyttum þörfum samtímans en jafnframt væntingum og fyrirheitum framtíðarinnar. Ráðast þarf í nauðsynlegar samgöngubætur á svæðinu – með hliðjsón af fjölbreyttum þörfum og frjálsum valkostum. Úrbæturnar þurfa að byggja á raunhæfum og ábyrgum áætlununum - og þær þarf að framkvæma af skynsemi og festu. Það er til mikils að vinna fyrir okkur öll. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun