Sáttmáli slítur barnsskónum Davíð Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 08:01 Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur. Að undanförnu hefur sumt stjórnmálafólk kallað eftir að fjárfestingaáætlun sáttmálans verði uppfærð. Það er góð hugmynd og hið besta mál. Því miður hefur þó borið á því í umræðunni að ekki sé farið rétt með staðreyndir. Því er gott að líta aðeins yfir stöðu mála. Fjölbreyttar fjárfestingar til að bæta samgöngur Innviðafjárfestingar sem falla undir Samgöngusáttmálann eru fjölbreyttar en flokkast gróflega í fernt: Stofnvegir 45% Borgarlínan 42% Hjóla/göngustígar 7% Öryggi og flæði 6% Stofnvegir Sáttmálinn mælir fyrir ellefu stofnvegaframkvæmdum. Þremur þeirra er þegar lokið og sú fjórða er á lokametrum. Allar meginleiðir að höfuðborgarsvæðinu verða tvöfaldaðar, mislæg gatnamót koma á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Arnarnesvegur verður kláraður að Breiðholtsbraut, flæði um Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð verður bætt og bílaumferð sett í stokka á Sæbraut, Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Yfirlit yfir stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans.Betri samgöngur Yfirlit yfir stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans Uppfærðar áætlanir eru 17 ma.kr. hærri en áætlun sáttmálans fyrir fjórum árum. Þá hækkun má helst rekja til þess að ekki lá fyrir áætlun um kostnað Sæbrautarstokks árið 2019 og eldri áætlanir um minni úrbætur á Sæbraut voru því í sáttmálanum. . Stokkurinn mun bæta umferðarflæði og er nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að tryggja umferðarflæði að og frá væntanlegri Sundabraut. Búið er að fjárfesta fyrir 5,3 ma.kr. í stofnvegum. Borgarlínan Borgarlínan verður hágæða almenningssamgöngukerfi sem byggir á góðum stöðvum og vönduðum vögnum sem aka sem víðast á sérakreinum svo þeir verði ekki fyrir truflun af bílaumferð. Þannig er tryggð hærri tíðni, styttri og áreiðanlegri ferðatími og meiri þægindi; allt lykilþættir í að auka fjölda þeirra sem nýta almenningssamgöngur. Lotur borgarlínunnar.Betri samgöngur Lotur Borgarlínunnar Búið er að fjárfesta fyrir um 2,5 ma.kr. í hönnun og öðrum undirbúningi og fyrstu framkvæmdir hefjast á þessu ári. Kostnaðaráætlun fyrstu lotu, sem taka á í notkun 2026 og 2027, hefur verið uppfærð og er nokkuð nálægt áætlun sáttmálans að núvirði. Hjóla- og göngustígar Mikil aukning hefur orðið á notkun hjólastíga undanfarið, ekki síst vegna mikillar fjölgunar á hlaupa- og rafmagnshjólum. Kannanir sýna auk þess að fleiri vilja hjóla og þau sem hjóla að staðaldri til vinnu eða skóla eru hamingjusamari en við hin. Fyrir fjármuni samgöngusáttmálans er þegar búið að leggja 13,1 km af nýjum hjóla- og göngustígum, ljúka undirgöngum við Litluhlíð og við Sprengisand og undirgöng á Arnarneshæð eru langt komin. Fjárfest hefur verið fyrir 2,1 ma.kr. í þessum þætti. Öryggi og flæði Auk ýmissa minni framkvæmda til að auka umferðaröryggi og bæta flæði á stofnvegum falla sameiginlegar umferðarljósastýringar undir þennan lið. Þegar hefur verið fjárfest fyrir 1,1 ma.kr. í þessu. Einhverjir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að minnka megi umferðartafir um tugi prósenta með því að koma á stafrænum umferðarljósastýringum. Mér hefur ekki tekist að finna neinn sérfræðing, hvorki innlendan né erlendan, sem heldur þessu fram eða tekur undir þetta. Fjármögnun Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands og 50% með flýti- og umferðargjöldum eða framlögum ríkisins. Keldnaland Allur ábati af uppbyggingunni á Keldnalandi mun renna til verkefna samgöngusáttmálans. Fljótlega eftir að Betri samgöngur tóku til starfa hófum við samstarf við Reykjavíkurborg um þróun og skipulag landsins, sem er á byrjunarreit. Alþjóðlegri þróunarsamkeppni hefur nú verið hleypt af stokkunum en um er að ræða nýjan borgarhluta með a.m.k. 10.000 manna byggð. Ég er þess fullviss að landið mun skila talsvert meiri verðmætum en þeim 15 ma.kr. sem sáttmálinn gerði ráð fyrir. Fjárfestingar og fjármögnun Samgöngusáttmálans.Betri samgöngur Fjárfestingar og fjármögnun Samgögnusáttmálans Flýti- og umferðargjöld Í mörgum löndum í kringum okkur, m.a. Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, hafa flýti- og umferðargjöld verið sett á til að fjármagna fjölbreyttar samgönguframkvæmdir, bæta umhverfi og draga úr umferðartöfum. Yfirleitt eru þau útfærð þannig að miðsvæði í borgum er skilgreint og sjálfvirkur myndgreiningarbúnaður skráir þau ökutæki sem aka inn eða út af svæðinu. Eigendum þeirra er svo send rukkun fyrir það. Mikilvægt er að útfærsla sé með þeim hætti að gjöldin leggist ekki um of á tekjulága eða íbúa í tilteknum hlutum höfuðborgarsvæðisins. Það er Alþingis að ákveða hvort farið verður í gjaldtökuna, og hvernig hún verður útfærð, eða hvort að þessi þáttur sáttmálans verður fjármagnaður af fjárlögum. Mér finnst hins vegar sanngjarnt að þeir sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir það frekar en hinn almenni skattgreiðandi. Ég hvet ríkið til að leggja gjöld sem þessi á sem fyrst að undangengu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Áætlanagerð Því miður er of algengt að fjárfestingaáætlanir standist ekki, einkum hjá hinu opinbera, kröfur til gæða samgangna eru að aukast og vönduð áætlanagerð er eitt af meginviðfangsefnum Betri samgangna. Það er ríkis og sveitarfélaganna að ákveða hvað verði gert verði það niðurstaðan að fjárfestingar sáttmálans verði dýrari en áætlað var. Þar sem sáttmálinn er safn verkefna, en ekki eitt verkefni, höfum við úr fleiri möguleikum að velja en ella: Auknar tekjur: Keldnaland mun líklega skila meiri tekjum en sáttmálinn gerði ráð fyrir. Þá gæti Alþingi ákveðið að hækka flýti- og umferðargjöld. Í raun mega þau ekki vera of lág, ef markmið þeirra er að hafa jákvæð áhrif á umferð og umhverfi. Lenging: Hægt væri að ákveða að hrinda framkvæmdum sáttmálans í framkvæmd yfir lengra tímabil og þá framlengja innheimtu flýti- og umferðargjalda og e.t.v. árleg framlög ríkis og sveitarfélaga. Niðurskurður: Hægt er að fækka verkefnum eða minnka umfang einhverra þeirra. Ef aðeins væri um að ræða eitt verkefni þá væri þetta erfiðara og jafnvel ómögulegt. Í flugstöð væri t.d. ekki hægt að sleppa komusalnum. Í mínum huga er ekki þörf á því að hækka árleg framlög ríkis og sveitarfélaga þótt það sé auðvitað líka fræðilegur möguleiki. Samgöngubætur auka lífsgæði Það er eðlilegt að staldra við á nokkura ára fresti og endurmeta stöðuna. Þótt þær áætlanir sem við fengum í hendurnar, og lágu til grundvallar sáttmálanum, hefðu mátt vera vandaðari þá er ég þess fullviss að markmið sáttmálans og meginlínur séu í fullu gildi. Það að gera, og vinna eftir, samgöngusáttmála er besta leiðin til að hrinda samgöngubótum á borgarsvæðum í framkvæmd. Ef okkur tekst að minnka ferðatíma aukum við frítíma og aukum þannig lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Reykjavík Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur. Að undanförnu hefur sumt stjórnmálafólk kallað eftir að fjárfestingaáætlun sáttmálans verði uppfærð. Það er góð hugmynd og hið besta mál. Því miður hefur þó borið á því í umræðunni að ekki sé farið rétt með staðreyndir. Því er gott að líta aðeins yfir stöðu mála. Fjölbreyttar fjárfestingar til að bæta samgöngur Innviðafjárfestingar sem falla undir Samgöngusáttmálann eru fjölbreyttar en flokkast gróflega í fernt: Stofnvegir 45% Borgarlínan 42% Hjóla/göngustígar 7% Öryggi og flæði 6% Stofnvegir Sáttmálinn mælir fyrir ellefu stofnvegaframkvæmdum. Þremur þeirra er þegar lokið og sú fjórða er á lokametrum. Allar meginleiðir að höfuðborgarsvæðinu verða tvöfaldaðar, mislæg gatnamót koma á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Arnarnesvegur verður kláraður að Breiðholtsbraut, flæði um Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð verður bætt og bílaumferð sett í stokka á Sæbraut, Miklubraut og Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Yfirlit yfir stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans.Betri samgöngur Yfirlit yfir stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans Uppfærðar áætlanir eru 17 ma.kr. hærri en áætlun sáttmálans fyrir fjórum árum. Þá hækkun má helst rekja til þess að ekki lá fyrir áætlun um kostnað Sæbrautarstokks árið 2019 og eldri áætlanir um minni úrbætur á Sæbraut voru því í sáttmálanum. . Stokkurinn mun bæta umferðarflæði og er nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að tryggja umferðarflæði að og frá væntanlegri Sundabraut. Búið er að fjárfesta fyrir 5,3 ma.kr. í stofnvegum. Borgarlínan Borgarlínan verður hágæða almenningssamgöngukerfi sem byggir á góðum stöðvum og vönduðum vögnum sem aka sem víðast á sérakreinum svo þeir verði ekki fyrir truflun af bílaumferð. Þannig er tryggð hærri tíðni, styttri og áreiðanlegri ferðatími og meiri þægindi; allt lykilþættir í að auka fjölda þeirra sem nýta almenningssamgöngur. Lotur borgarlínunnar.Betri samgöngur Lotur Borgarlínunnar Búið er að fjárfesta fyrir um 2,5 ma.kr. í hönnun og öðrum undirbúningi og fyrstu framkvæmdir hefjast á þessu ári. Kostnaðaráætlun fyrstu lotu, sem taka á í notkun 2026 og 2027, hefur verið uppfærð og er nokkuð nálægt áætlun sáttmálans að núvirði. Hjóla- og göngustígar Mikil aukning hefur orðið á notkun hjólastíga undanfarið, ekki síst vegna mikillar fjölgunar á hlaupa- og rafmagnshjólum. Kannanir sýna auk þess að fleiri vilja hjóla og þau sem hjóla að staðaldri til vinnu eða skóla eru hamingjusamari en við hin. Fyrir fjármuni samgöngusáttmálans er þegar búið að leggja 13,1 km af nýjum hjóla- og göngustígum, ljúka undirgöngum við Litluhlíð og við Sprengisand og undirgöng á Arnarneshæð eru langt komin. Fjárfest hefur verið fyrir 2,1 ma.kr. í þessum þætti. Öryggi og flæði Auk ýmissa minni framkvæmda til að auka umferðaröryggi og bæta flæði á stofnvegum falla sameiginlegar umferðarljósastýringar undir þennan lið. Þegar hefur verið fjárfest fyrir 1,1 ma.kr. í þessu. Einhverjir stjórnmálamenn hafa haldið því fram að minnka megi umferðartafir um tugi prósenta með því að koma á stafrænum umferðarljósastýringum. Mér hefur ekki tekist að finna neinn sérfræðing, hvorki innlendan né erlendan, sem heldur þessu fram eða tekur undir þetta. Fjármögnun Samgöngusáttmálinn er fjármagnaður 25% með framlögum ríkisins, 12,5% með framlögum sveitarfélaga, 12,5% með þróun Keldnalands og 50% með flýti- og umferðargjöldum eða framlögum ríkisins. Keldnaland Allur ábati af uppbyggingunni á Keldnalandi mun renna til verkefna samgöngusáttmálans. Fljótlega eftir að Betri samgöngur tóku til starfa hófum við samstarf við Reykjavíkurborg um þróun og skipulag landsins, sem er á byrjunarreit. Alþjóðlegri þróunarsamkeppni hefur nú verið hleypt af stokkunum en um er að ræða nýjan borgarhluta með a.m.k. 10.000 manna byggð. Ég er þess fullviss að landið mun skila talsvert meiri verðmætum en þeim 15 ma.kr. sem sáttmálinn gerði ráð fyrir. Fjárfestingar og fjármögnun Samgöngusáttmálans.Betri samgöngur Fjárfestingar og fjármögnun Samgögnusáttmálans Flýti- og umferðargjöld Í mörgum löndum í kringum okkur, m.a. Svíþjóð, Noregi og Bretlandi, hafa flýti- og umferðargjöld verið sett á til að fjármagna fjölbreyttar samgönguframkvæmdir, bæta umhverfi og draga úr umferðartöfum. Yfirleitt eru þau útfærð þannig að miðsvæði í borgum er skilgreint og sjálfvirkur myndgreiningarbúnaður skráir þau ökutæki sem aka inn eða út af svæðinu. Eigendum þeirra er svo send rukkun fyrir það. Mikilvægt er að útfærsla sé með þeim hætti að gjöldin leggist ekki um of á tekjulága eða íbúa í tilteknum hlutum höfuðborgarsvæðisins. Það er Alþingis að ákveða hvort farið verður í gjaldtökuna, og hvernig hún verður útfærð, eða hvort að þessi þáttur sáttmálans verður fjármagnaður af fjárlögum. Mér finnst hins vegar sanngjarnt að þeir sem nota umferðarmannvirki, og valda umferðartöfum, greiði fyrir það frekar en hinn almenni skattgreiðandi. Ég hvet ríkið til að leggja gjöld sem þessi á sem fyrst að undangengu samráði við íbúa og hagsmunaaðila. Áætlanagerð Því miður er of algengt að fjárfestingaáætlanir standist ekki, einkum hjá hinu opinbera, kröfur til gæða samgangna eru að aukast og vönduð áætlanagerð er eitt af meginviðfangsefnum Betri samgangna. Það er ríkis og sveitarfélaganna að ákveða hvað verði gert verði það niðurstaðan að fjárfestingar sáttmálans verði dýrari en áætlað var. Þar sem sáttmálinn er safn verkefna, en ekki eitt verkefni, höfum við úr fleiri möguleikum að velja en ella: Auknar tekjur: Keldnaland mun líklega skila meiri tekjum en sáttmálinn gerði ráð fyrir. Þá gæti Alþingi ákveðið að hækka flýti- og umferðargjöld. Í raun mega þau ekki vera of lág, ef markmið þeirra er að hafa jákvæð áhrif á umferð og umhverfi. Lenging: Hægt væri að ákveða að hrinda framkvæmdum sáttmálans í framkvæmd yfir lengra tímabil og þá framlengja innheimtu flýti- og umferðargjalda og e.t.v. árleg framlög ríkis og sveitarfélaga. Niðurskurður: Hægt er að fækka verkefnum eða minnka umfang einhverra þeirra. Ef aðeins væri um að ræða eitt verkefni þá væri þetta erfiðara og jafnvel ómögulegt. Í flugstöð væri t.d. ekki hægt að sleppa komusalnum. Í mínum huga er ekki þörf á því að hækka árleg framlög ríkis og sveitarfélaga þótt það sé auðvitað líka fræðilegur möguleiki. Samgöngubætur auka lífsgæði Það er eðlilegt að staldra við á nokkura ára fresti og endurmeta stöðuna. Þótt þær áætlanir sem við fengum í hendurnar, og lágu til grundvallar sáttmálanum, hefðu mátt vera vandaðari þá er ég þess fullviss að markmið sáttmálans og meginlínur séu í fullu gildi. Það að gera, og vinna eftir, samgöngusáttmála er besta leiðin til að hrinda samgöngubótum á borgarsvæðum í framkvæmd. Ef okkur tekst að minnka ferðatíma aukum við frítíma og aukum þannig lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar