Hvaða styrkir eru í boði á Íslandi og á Norðurlöndum? Grace Achieng skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar