Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar 7. september 2025 07:01 Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið fengi landið sex þingmenn af vel yfir 700 á þingi þess eða 0,8%. Yfirfært á Alþingi væri það á við hálfan alþingismann. Mikil áhrif þar. Sætið við borðið gjörið svo vel. Eða hálft sæti sé miðað við þjóðþingið. Staðan yrði svo enn verri í ráðherraráði sambandsins, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægið allajafna aðeins 0,08% eða á við 5% af alþingismanni enda þar miðað að fullu við íbúafjölda en ekki tiltekið lágmark eins og innan þingsins. Talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa átt í stökustu vandræðum með að bregðast við þessum staðreyndum sem til að mynda má einfaldlega kynna sér á vefsíðum sambandsins. Helzta útspilið hefur annars vegar verið að segja að fjöldi þingmanna skipti ekki öllu heldur hvernig þeim gengi að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á vettvangi Evrópusambandsins og að umræddir sex íslenzku þingmenn myndu starfa innan þingflokka á þingi þess og geta beitt sér innan þeirra. Miðað við fylgi flokkanna í síðustu skoðanakönnunum má reikna með að af þessum sex þingmönnum fengi Samfylkingin tvo, Sjálfstæðisflokkurinn einn, Viðreisn einn, Miðflokkurinn einn og Flokkur fólksins eða Framsókn einn. Samfylkingin myndi starfa innan þingflokksins Party of European Socialists sem hefur 136 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn innan European People’s Party með 188 þingmenn, Viðreisn innan Reform Europe með 75 þingmenn og óvíst með hina. Með öðrum orðum yrði vægi Samfylkingarinnar í PES samkvæmt þessu um 1,5%, vægi Sjálfstæðisflokksins 0,5% í EPP og vægi Viðreisnar í RE 1,3%. Vægi annarra flokka yrði sömuleiðis sáralítið. Vissulega gætu umræddir þingmenn komið sjónarmiðum sínum á framfæri en eðli málsins samkvæmt væri nákvæmlega engin trygging fyrir því að tekið yrði eitthvert mið af þeim í einhverju sem máli skipti eða yfir höfuð. Ákvarðanavaldið væri einfaldlega í öðrum höndum en þeirra. Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrðum við eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar væru á vettvangi þess hentuðu hagsmunum okkar þrátt fyrir að þær yrðu seint teknar með þá í huga. Ákvarðanir sem teknar væru af kjörnum fulltrúum annarra ríkja innan sambandsins, fyrst og fremst þeirra fjölmennustu, með hagsmuni þeirra í huga en þó einkum af embættismönnum sem enginn kaus. Við yrðum einfaldlega ekki í bílstjórasætinu lengur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar