Það er hægt að semja til langs tíma á íslenskum vinnumarkaði Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. febrúar 2023 13:00 Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun