Biðja um launahækkun korter í egglos Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar