Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar 19. september 2025 07:47 Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið stendur á krossgötum. Ef við ætlum að tryggja uppbyggingu næstu áratuga þurfum við að endurskoða vaxtarmörkin í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í dag eru þau of þröng og setja okkur skorður sem ganga ekki upp til lengri tíma. Í Hafnarfirði er staðan mjög skýr: við erum að verða uppseld með land. Næsta stóra uppbyggingarsvæðið er Vatnshlíðin, auk nokkurra þéttingarreita sem eru þegar í vinnslu. En þegar sú uppbygging er farin af stað eða lokið, um 2030, verður ekkert land eftir til frekari framkvæmda. Það er stuttur tími þegar horft er til skipulags sem þarf að ná áratugi fram í tímann. Tryggjum ungu fólki þak yfir höfuðið Þess vegna segi ég skýrt: vaxtarmörkin verða að breytast. Þetta er ekki bara hagsmunamál Hafnarfjarðar, heldur alls höfuðborgarsvæðisins. Ungt fólk sem vill koma sér upp heimili þarf að vita að það sé hægt. Fyrirtæki sem vilja fjárfesta og vaxa þurfa land til að starfa á. Sveitarfélögin þurfa svigrúm til að byggja upp innviði eins og skóla, samgöngur og þjónustu. Ef við sköpum ekki þennan fyrirsjáanleika, þá stöðnum við. Ég fagna því að félagsmálaráðherra, Inga Sæland, skuli vera jákvæð fyrir slíkum breytingum, en við hér í Hafnarfirði höfum bent á þessa þörf árum saman. Því miður fyrir daufum eyrum. Það er staðreynd að Reykjavíkurborg hefur barist hvað harðast gegn breytingum á vaxtarmörkum sem tafið hefur fyrir allri umræðu um lausnir. Nú heyrist þó nýr tónn úr þeim herbúðum, sem er jákvætt. Ég vona að það sé merki um að Reykjavík sé loksins tilbúin að horfa til framtíðar með okkur hinum. Á síðustu árum hafa verið lögð fram frumvörp, m.a. af hálfu Ágústar Bjarna, frv. þingmanns Framsóknar, sem hafa það að markmiði að tryggja að sveitarfélög, eins og Hafnarfjörður, hafi það svigrúm innan svæðisskipulagsins sem nauðsynlegt er til að geta haldið áfram að byggja upp með því að brjóta nýtt land samhliða því að þétta byggð með skynsamlegum hætti. Það er það sem við höfum kallað „hafnfirsku leiðina“ í uppbyggingu íbúða. Lausnin er einföld Við þurfum bæði þéttingu og ný svæði. Það er ekki annaðhvort eða, heldur jafnvægi. Með því tryggjum við nægt framboð af íbúðar- og atvinnusvæðum og getum byggt sterkt og fjölbreytt samfélag. Það er forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti vaxið og dafnað og verið raunverulegur kostur fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun