Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar 19. september 2025 10:46 Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ný drög að aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2026–2029 liggja nú fyrir og eru í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er sett fram heildarstefna stjórnvalda í þessum málaflokki fyrir næstu fjögur ár. En þegar maður rýnir gaumgæfilega yfir plaggið blasir við að þetta er ekki hlutlaus mannréttindastefna, heldur mjög einsleit pólitísk hugmyndafræði. Hérna er ríkisbáknið að spila sitt hlutverk til þess að þenja út frekar annað bákn sem þrífst innan stjórnsýslunnar. Ég hvet flesta til þess að kynna sér þessa aðgerðaráætlun og jafnvel skila inn umsögn. Kenningar sem staðreyndir Áætlunin gengur út frá því sem gefnu að svonefnd hinseginfræði séu byggð á óumdeildum og sannreyndum vísindum. Þær eru þó ekki annað en tiltölulega nýjar og umdeildar fræðikenningar, einkum innan hug- og félagsvísinda. Þar er kyn og kyngervi talið félagslegt fyrirbæri en ekki líffræðilegt. Þetta er ekki samþykkt niðurstaða í vísindum, heldur umdeild hugmynd. Hættuleg þróun í tjáningarfrelsi Mikil áhersla er lögð á að berjast gegn „hatursorðræðu“. Það hljómar ágætt í fyrstu, en þegar betur er að gáð felur það í sér að eðlileg gagnrýni á þessa hugmyndafræði gæti orðið skráð sem refsiverð. Með því er 73. gr. stjórnarskrárinnar – um tjáningarfrelsi – í hættu. Lýðræðislegt samfélag má aldrei setja skoðanakúgun í búning „mannréttinda“. Börn sem tilraunarefni Sérstaklega alvarlegt er að ítrekað er talað um „hinsegin börn“ og boðaðar aðgerðir í skólum. Börn eru á þroskaskeiði, og kynhneigð þeirra fjarri því að vera mótuð. Að stimpla börn sem „hinsegin“ og byggja upp sérkerfi utan um þau er bæði óvísindalegt og siðferðilega varasamt. Kynið er ekki val Áætlunin gengur út frá því að hægt sé að „skipta um kyn“. Það stenst ekki. Líffræðilegu kyn er ekki hægt að breyta, aðeins kynskráningu og einhverjum líkamlegum einkennum. Að gera slíkt að sjálfsákvörðunarrétti barna eða ungmenna er stórhættulegt og hunsar varnaðarorð frá læknum og heilbrigðisyfirvöldum víða um hinn vestræna heim. Ógagnreyndar meðferðir Í áætluninni er gert ráð fyrir að halda áfram með svokölluð kynstaðfestandi ferli barna og ungmenna. Samt hafa lönd eins og Bretland, Bandaríkin, Svíþjóð og Finnland dregið verulega í land vegna skorts á gagnreyndum rannsóknum og alvarlegra áhyggja af aukaverkunum. Ísland ætti ekki að fara þveröfuga leið – að auka áhættuna. Jafnrétti þegar tryggt Ísland hefur lengi haft lög sem tryggja jafnan rétt allra borgara, óháð kynhneigð eða kynvitund. Það sem nú er kallað „réttindabarátta“ snýst í raun ekki um jafnan rétt, heldur um sérmeðferð og forréttindi tiltekinna hópa. Gervieining sem heitir „hinsegin samfélag“ Í áætluninni er talað um „hinsegin samfélagið“ eins og um einn hóp sé að ræða. Í raun er þetta samansettur hópur margra ólíkra hópa og einstaklinga – samkynhneigðra, transfólks, tvíkynhneigðra, svokallaðra kynsegin og annarra sem við jafnvel vitum ekkert um hverjir eru hverju sinni. . Þetta eru mjög ólíkir hópar sem hafa jafnvel ólík og andstæð hagsmunamál. Samkynhneigðir hafa víða lýst yfir andstöðu við að vera settir í sama flokk. Lokaorð Það er ekkert að því að stjórnvöld vilji tryggja jafna stöðu allra. En þegar pólitísk hugmyndafræði er sett fram sem vísindaleg staðreynd, og þegar börn eru gerð að tilraunarefnum í hugmyndafræðilegum tilraunum, er kominn tími til að staldra við.Í lýðræðisþjóðfélagi á stefnumótun að byggja á gagnreyndum gögnum, virðingu fyrir fjölbreyttum skoðunum og vernd stjórnarskrárvarinna réttinda – ekki á þröngri hugmyndafræði sem dregur dám af tískusveiflum. Höfundur er fráfarandi formaður Samtakanna 22.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar