Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar 20. september 2025 07:32 Það er þyngra en tárum taki að nefna allar þær hörmungar sem dunið hefur á heimsbyggðinni undanfarin ár, mánuði, vikur og daga. En öfga hægri fólk, sem vilja nú ekki kannast við neina öfga, hér á landi sem annars staðar vilja ekki tala um neitt af þeim. Ekki börnin sem deyja í Úkraínu, Súdan, Gaza, í skotárásum í BNA og sannarlega ekki um dauða Trey Reed, 21 árs gamall nemi sem fannst hengdur á skólalóð í Mississippi. https://www.nbcnews.com/news/us-news/family-black-student-found-hanging-tree-mississippi-demands-answers-rcna231914 Nei, það eina sem þetta heiðursfólk, yst á hægri væng stjórnmálanna, vilja tala um er hversu hræðilegt það var að einn af þeirra "frelsis" hetjum, Charlie Kirk, hafi verið skotinn til bana þar sem hann var að halda ræðu, meðal annars um það að það væri nú bara ásættanlegur fórnarkostnaður að fólk týndi lífi í skotárásum til þess að verja rétt fólks til að eiga byssur. Maður sem ítrekað gerði lítið úr konum og öllum öðrum sem voru ekki hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir, hægri sinnaðir karlmenn. Maður sem kallaði LGBTQIA+ fólk félagslega plágu, var ötull stuðningsmaður Trump og taldi þjóðarmorð Ísraels á Palestínu fólki, réttlætanlegt. Maður sem í engu fylgdi neinu af því sem Kristur boðaði, þó að hann notaði Krist óspart sem afsökun fyrir eigin fordómum í garð annarra. https://sg.news.yahoo.com/youre-wondering-charlie-kirk-believed-130017574.html Hann átti samt auðvitað ekki skilið að vera myrtur, ekkert frekar en öll þau sem hafa dáið í Úkraínu, Súdan, Gaza og öllum öðrum heimskulegum atburðum sem illa innrætt fólk hefur hrundið af stað í gegnum söguna. Charlie Kirk var ekki neinn málsvari frelsis, nema frelsis hvítra karlmanna til að drottna yfir öllu öðru fólki og drepa það fólk sem þeim hugnast ekki að fái að lifa. https://racism.org/articles/defining-racism/white-privilege/12835-charlie-kirk-white-supremacist Svo sjáum við þingfólk úr röðum Republikana reyna að nota dauða Charlie Kirk til að færa BNA aftur til þess tíma þar sem konur höfðu ekki kosningarétt, svart fólk þurfti að búa við Jim Crow lög (aðskilnaðarstefna) og ekkert frelsi var fyrir hinsegin fólk að vera það sjálft. Ekkert frelsi fyrir ást, bara frelsi fyrir hatur! Sem sést svo greinilega á yfirlýsingum þess efnis að nú eigi að fara að loka allt trans fólk inni á stofnunum, gera tilraunir á því og útrýma transgenderism... Það er ekkert sem heitir transgenderism, bara fólk sem fæðist trans og það að kalla á útrýmingu á trans hugmyndafræði og/eða hinsegin hugmyndafræði, er ekkert annað en ákall um útrýmingu trans og hinsegin fólks. Þetta er hreinræktað hatur og hefur EKKERT með frelsi að gera. https://www.erininthemorning.com/p/two-republican-congresspeople-call Og nú sjáum við ungt fólk í SUS hér á Íslandi klæðast bolum í anda þess bols sem Charlie Kirk var í þegar hann var skotinn. Þetta er eins og blaut tuska í andlitið á hinsegin fólki, trans fólki, fólki sem er ekki hvítt og öllum öðrum sem passa ekki inn í staðalímynd hvítrar yfirburðar hyggju sem er ekkert annað en fasismi í nýju fötum keisarans. Ég er því þakklát fyrir að enn, hér á Íslandi, búum við svo vel að eiga stjórnmálafólk og flokka sem standa vörð um réttindi hinsegin fólks og fagna að ríkisstjórnin setji sér stefnu og áætlun um að gera enn betur í málefnum trans og hinsegin fólks. https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/hinsegin-malefni/ Sérstaklega í ljósi þess að við þurfum öll að eiga von til að geta barist áfram og þegar vonleysið, líkt og öskufall frá helvíti, vofir yfir heiminum öllum, þá er gott að búa í smá skjóli, enn um sinn, á eyjunni okkar, varin af sjávar vættum og góðu fólki. Því öll þurfum við, og ætti að vera sjálfsagt, að búa við frelsi til að lifa lífinu okkar án stöðugrar ógnar frá fáfræði, fordómum og hatri annarra. Í samkennd, samhug, samvinnu og kærleik er þar sem við finnum raunverulegt frelsi, en aldrei í hatri klædd í búning málfrelsis, uppdubbað í uppgerðar tillitssemi gagnvart einum hóp til þess eins að útrýma öðrum. Frelsi eins nær aðeins svo langt að skerði ekki frelsi annars! Og núna er frelsi alls trans fólks til ferða og að lifa lífinu án ótta verulega skert! Ungt fólk hættir ekki að vera trans, það bara felur sig í skápnum og deyr fyrir aldur fram í skápnum, nema að hinar þöglu raddir fólks í áhrifastöðum, í listgreinum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og á kaffi stofum landsmanna fari að hljóma hærra en þær fölsku raddir sem nú virðast allstaðar fá endalaust pláss. Ekkert okkar er í raun frjálst, fyrr en við erum það öll!! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Magnea Danks Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Það er þyngra en tárum taki að nefna allar þær hörmungar sem dunið hefur á heimsbyggðinni undanfarin ár, mánuði, vikur og daga. En öfga hægri fólk, sem vilja nú ekki kannast við neina öfga, hér á landi sem annars staðar vilja ekki tala um neitt af þeim. Ekki börnin sem deyja í Úkraínu, Súdan, Gaza, í skotárásum í BNA og sannarlega ekki um dauða Trey Reed, 21 árs gamall nemi sem fannst hengdur á skólalóð í Mississippi. https://www.nbcnews.com/news/us-news/family-black-student-found-hanging-tree-mississippi-demands-answers-rcna231914 Nei, það eina sem þetta heiðursfólk, yst á hægri væng stjórnmálanna, vilja tala um er hversu hræðilegt það var að einn af þeirra "frelsis" hetjum, Charlie Kirk, hafi verið skotinn til bana þar sem hann var að halda ræðu, meðal annars um það að það væri nú bara ásættanlegur fórnarkostnaður að fólk týndi lífi í skotárásum til þess að verja rétt fólks til að eiga byssur. Maður sem ítrekað gerði lítið úr konum og öllum öðrum sem voru ekki hvítir, gagnkynhneigðir, ófatlaðir, hægri sinnaðir karlmenn. Maður sem kallaði LGBTQIA+ fólk félagslega plágu, var ötull stuðningsmaður Trump og taldi þjóðarmorð Ísraels á Palestínu fólki, réttlætanlegt. Maður sem í engu fylgdi neinu af því sem Kristur boðaði, þó að hann notaði Krist óspart sem afsökun fyrir eigin fordómum í garð annarra. https://sg.news.yahoo.com/youre-wondering-charlie-kirk-believed-130017574.html Hann átti samt auðvitað ekki skilið að vera myrtur, ekkert frekar en öll þau sem hafa dáið í Úkraínu, Súdan, Gaza og öllum öðrum heimskulegum atburðum sem illa innrætt fólk hefur hrundið af stað í gegnum söguna. Charlie Kirk var ekki neinn málsvari frelsis, nema frelsis hvítra karlmanna til að drottna yfir öllu öðru fólki og drepa það fólk sem þeim hugnast ekki að fái að lifa. https://racism.org/articles/defining-racism/white-privilege/12835-charlie-kirk-white-supremacist Svo sjáum við þingfólk úr röðum Republikana reyna að nota dauða Charlie Kirk til að færa BNA aftur til þess tíma þar sem konur höfðu ekki kosningarétt, svart fólk þurfti að búa við Jim Crow lög (aðskilnaðarstefna) og ekkert frelsi var fyrir hinsegin fólk að vera það sjálft. Ekkert frelsi fyrir ást, bara frelsi fyrir hatur! Sem sést svo greinilega á yfirlýsingum þess efnis að nú eigi að fara að loka allt trans fólk inni á stofnunum, gera tilraunir á því og útrýma transgenderism... Það er ekkert sem heitir transgenderism, bara fólk sem fæðist trans og það að kalla á útrýmingu á trans hugmyndafræði og/eða hinsegin hugmyndafræði, er ekkert annað en ákall um útrýmingu trans og hinsegin fólks. Þetta er hreinræktað hatur og hefur EKKERT með frelsi að gera. https://www.erininthemorning.com/p/two-republican-congresspeople-call Og nú sjáum við ungt fólk í SUS hér á Íslandi klæðast bolum í anda þess bols sem Charlie Kirk var í þegar hann var skotinn. Þetta er eins og blaut tuska í andlitið á hinsegin fólki, trans fólki, fólki sem er ekki hvítt og öllum öðrum sem passa ekki inn í staðalímynd hvítrar yfirburðar hyggju sem er ekkert annað en fasismi í nýju fötum keisarans. Ég er því þakklát fyrir að enn, hér á Íslandi, búum við svo vel að eiga stjórnmálafólk og flokka sem standa vörð um réttindi hinsegin fólks og fagna að ríkisstjórnin setji sér stefnu og áætlun um að gera enn betur í málefnum trans og hinsegin fólks. https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/jafnretti/hinsegin-malefni/ Sérstaklega í ljósi þess að við þurfum öll að eiga von til að geta barist áfram og þegar vonleysið, líkt og öskufall frá helvíti, vofir yfir heiminum öllum, þá er gott að búa í smá skjóli, enn um sinn, á eyjunni okkar, varin af sjávar vættum og góðu fólki. Því öll þurfum við, og ætti að vera sjálfsagt, að búa við frelsi til að lifa lífinu okkar án stöðugrar ógnar frá fáfræði, fordómum og hatri annarra. Í samkennd, samhug, samvinnu og kærleik er þar sem við finnum raunverulegt frelsi, en aldrei í hatri klædd í búning málfrelsis, uppdubbað í uppgerðar tillitssemi gagnvart einum hóp til þess eins að útrýma öðrum. Frelsi eins nær aðeins svo langt að skerði ekki frelsi annars! Og núna er frelsi alls trans fólks til ferða og að lifa lífinu án ótta verulega skert! Ungt fólk hættir ekki að vera trans, það bara felur sig í skápnum og deyr fyrir aldur fram í skápnum, nema að hinar þöglu raddir fólks í áhrifastöðum, í listgreinum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og á kaffi stofum landsmanna fari að hljóma hærra en þær fölsku raddir sem nú virðast allstaðar fá endalaust pláss. Ekkert okkar er í raun frjálst, fyrr en við erum það öll!! Höfundur er leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og LGBTQIA+ aktivisti
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar