Biðja um launahækkun korter í egglos Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar