Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar 19. september 2025 12:01 Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun