Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar 19. september 2025 12:01 Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég flutti til Danmerkur hvað íslenska náttúran var mér verðmæt. Að hafa þennan beina aðgang að ósnortinni náttúru er ekkert sjálfgefið þó ég hafi haldið það. Uppáhaldssvæðið mitt er Breiðafjörðurinn. Þar er líf mannsins í sátt við umhverfið, fallegir sveitabæir og þorp í samhljómi við hafið, eyjarnar og ósnortinn fjallahringinn. Í Danmörku eru ræktuð tún eða skógar, hvert sem litið er þegar maður er kominn út úr borgunum. Oft verulega fallegt en aldrei ósnortið. Þetta angrar auðvitað ekkert Danina sem eru vanir þessu, en ég þekki varla nokkurn Dana sem hefur ekki fallið í stafi yfir náttúrunni okkar þegar þeir sækja okkur heim. Þegar landnámsmenn komu hér fyrst var líklega allt fullt af rostungi í Breiðafirði. Um það eru kenningar að Geirmundur Heljarskinn og fleiri hafi á nokkrum áratugum útrýmt rostungi við Ísland og orðið af því ansi efnaðir. Farið af skeri á sker, frá eyju til eyjar, úr firði í fjörð þar til ekkert var eftir. Í dag er Geirmundur og hans menn risnir aftur í formi lukkuriddara með vindorkudrauma. Þeir ganga sveit úr sveit með óraunhæf og innistæðulaus loforð um atvinnu og styrki í skiptum fyrir náttúruna okkar. Loforð sem þeir hafa engan hug á að standa við, því þeir ætla ekki að byggja, reka né eiga vindmyllurnar, heldur selja sig út úr verkefnunum um leið og búið er að fá framkvæmdaleyfi. Út á það gengur viðskiptamódelið. Því verður það aldrei í þeirra verkahring að standa við nokkurt loforð. Fái þessir aðilar vilja sínum framgengt mun 150 til 200 metra hár vindorkuskógur yfirgnæfa fjallahringinn innst við Breiðafjörð. Og um leið og leyfi fæst fyrir fyrsta orkuverinu verður auðvelt að bæta við öðru á næsta fjalli því víðernin verða ekki lengur ósnortin. Og ekki blæs minna úti á firðinum sem er fullur af eyjum og skerjum sem hægt er að reisa vindmyllur á. Þannig verður farið fjall af fjalli, eyju eftir eyju þar til ekkert er eftir af Breiðafirði eins og við þekkjum hann. Í sumar ákvað umhverfisráðherra að ganga gegn ráðleggingum vinnuhóps um rammaáætlun og taka vindorkuverið við Garpsdal úr biðflokki yfir í nýtingarflokk, þrátt fyrir að frekari rannsóknir vanti um áhrif þess á arnarstofninn. Málið er núna í samráðsgátt þar sem þú getur sagt þitt álit. Nánari upplýsingar um það eru á frjalsirvindar.is Höfundur er Breiðfirðingur.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar