Næsta stopp er: Háskólastrætó Viktor Pétur Finnsson skrifar 26. janúar 2023 08:30 Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það tekur fjörutíu mínútur að labba frá Háskólatorgi í Stakkahlíð. Það tekur síðan tuttugu mínútur að ganga þaðan í Læknagarð og aðrar tuttugu mínútur frá Læknagarði aftur á Háskólatorg. Það er langt á milli bygginga Háskóla Íslands og við í Vöku teljum okkur vera með lausnina við þessum vanda. Eins og fram kom í grein Júlíusar Viggós, formanns málefnanefndar Vöku leggjumst við gegn því að auka álögur á þá stúdenta sem velja sér eða þurfa að ferðast um á bíl. Sitjandi meirihluti í Stúdentaráði HÍ hefur talað fyrir því síðastliðin ár að gjöld á bílastæði við háskólann verði hækkuð. Til stendur að leggja gjaldskyldu á bílastæðin á malarplaninu og að bílastæði í boganum fyrir framan aðalbygginguna verði tekin burt. Okkur í Vöku finnst þetta ganga gegn hagsmunum stúdenta eins og allar hækkanir á gjöldum sem snúa að stúdentum. Stjórn Vöku telur að ekki ætti að ráðast í slíkar aðgerðir heldur bæta þurfi aðra samgöngumáta. Strætóleið fyrir stúdenta Bæta þarf strætóleiðir til og frá háskólanum en einnig þarf að leggja fleiri göngu- og hjólastíga háskólasvæðinu. Til þess að ekki reynist hættulegt að nýta sér samgöngur við háskólann þarf að auka þjónustu á háskólasvæðinu með því að moka, salta og sanda göngustíga. Mikil slysahætta getur myndast á veturna fyrir fótgangandi, hjólandi eða þá sem kjósa að ferðast á rafskutlum. Þessi þjónusta hefur einfaldlega setið á hakanum. Við í Vöku leggjum til svokallaðan Háskólastrætó. Sá strætó væri í raun ný leið í leiðakerfi strætó sem væri sérsniðin að þörfum háskólanema. Leiðin myndi ganga milli allra stúdentagarða og stoppa við Háskólatorg, Þjóðarbókhlöðu, Læknagarð, Stakkahlíð, Skipholt, Háskólabíó, Eirberg, Haga og við Hlemm eða tengingu við aðrar leiðir. Leiðin myndi því þjónusta alla stúdenta og minnka biðtíma á sama tíma. Háskólaleið eins og þessi, myndi auka hvata nemenda til þess að nota almenningssamgöngur. Leiðin, sem er í raun nauðsynleg fyrir stúdenta, er til þess gerð að stúdentar þurfi sjaldnar að skipta um strætó á leið sinni í skólann. Einnig væri auðveldara fyrir nemendur í Stakkahlíð og Læknagarði að koma sér á milli staða á skilvirkan hátt. Margir háskólar erlendis hafa eigin háskólaleið og í mörgum tilfellum fleiri en eina. Háskólastrætó ætti einnig að hjálpa þeim sem búa á stúdentagörðum víðs vegar um bæinn að komast til og frá skóla með beinni leið. Þetta yrði mikið framfaraskref fyrir hagsmuni námsmanna. Með þessu viljum við koma til móts við þá nemendur sem búa í úthverfum með því að fella niður gjaldskyldu, og alla þá háskólanema sem vilja nýta sér almenningssamgöngur. Við í Vöku viljum að samgöngur henti sem flestum. Þess vegna berjumst við fyrir bættum strætóleiðum, gönguog hjólastígum, um leið og við leggjum áherslu á að bílastæðagjöld verði ekki sett á við háskólann. Framkvæmd Háskólastrætós er auðveld þar sem innviðir eru til staðar og hvorki þarf að byggja stoppistöðvar né breyta núverandi kerfi. Er hugmyndin bæði gerleg og ódýr fyrir Reykjavíkurborg, Strætó og háskólann. Þetta er eitt af þeim málum sem okkur í Vöku finnst að hagsmunafélög stúdenta ættu að setja á oddinn. Framför á þessu sviði myndi stuðla að miklum umbótum í þágu námsmanna við HÍ. Höfundur er formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar