Hugvíkkandi lyf hjálpa ekki öllum Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 18. janúar 2023 18:00 Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Heilsa Lyf Lilja Sif Þorsteinsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í gær kom út viðtal við frumkvöðulinn Söru Maríu Júlíudóttur. Sara María sá nýverið um uppsetningu ráðstefnu í Hörpunni um hugvíkkandi efni. Ráðstefnan var uppfull af fræðandi fyrirlestrum frá stærstu nöfnum rannsókna á hugvíkkandi efnum. Tilkoma ráðstefnunnar og það tækifæri sem hún gaf landsmönnum til að fræðast um efnin beint frá þessum rannsakendum gaf tækifæri til að lyfta umræðunni um efnin upp á hærra plan og fyrir það skal þakka. Viðtalið sem um ræðir hér fer þó allsendis í hina áttina og sem manneskja sem fylgist grannt með rannsóknum og þróun í þessum málaflokki get ég ekki orða bundist að leiðrétta ákveðnar rangfærslur sem fram koma í viðtalinu, því skaðlegar ef þær fá að lifa. Í viðtalinu segir Sara María efnin geta gagnast hverjum og einum til að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Ákveðnum hópum fólks er ráðið frá því að innbyrða efnin, þá sérstaklega fólki með sögu um geðrof, geðrofssjúkdóma eða með fyrstu gráðu ættingja með slíka sögu. Fleiri frábendingar fyrir notkun efnanna eru til staðar, mismunandi eftir efnum, s.s. notkun SSRI lyfja, ómeðhöndlaðir hjartasjúkdómar og fleira. Ennfremur er mjög einstaklingsbundið hvort efnin gagnist fólki þótt engar frábendingar séu til staðar. Persónuleiki fólks, tilfinningaþroski, kringumstæður, samband við lyfin, undirbúningur, stuðningur og væntingar hafa mikið að segja um það hvort efnin gagnist fólki. Hún talar ennfremur um að lyfin hjálpi fólki að finna rótina að því hvað er að í hvers lífi. Þarna er um stóra fullyrðingu að ræða, og sem ýjar að bata við þennan áfanga sem hún nefnir. Nú vil ég byrja á því að benda á að fullt af fólki í sársauka veit mætavel hver rót vanlíðunar sinnar er og þarf því ekki á því að halda að taka efni til að finna rótina. En jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk áttar sig á einhverjum sannleik sem skýrir sársauka þess, þá er merkingarlaust að finna þessa rót, ef svo ekkert meira er að gert. Það er vissulega vel þekkt að fólk sjái hlutina út frá nýjum sjónarhornum undir áhrifum þessarra efna, en það eitt og sér er í langflestum tilvikum ekki nóg til að fólk fái bót meina sinna. Það þarf að vinna með hlutina sína. Vegferðin hefst þegar ferðalagið endar, eins og sagt er. Og þarna kemur rúsínan í pylsuendanum. Hugvíkkandi lyf ein og sér eru engin lækning. Rannsóknir þær sem sagt var frá í Hörpunni voru rannsóknir á meðferð með aðstoð hugvíkkandi lyfja. Ekki á hugvíkkandi lyfjum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga, sérstaklega þar sem ekki er hægt að komast í slíka meðferð á Íslandi í dag. Að hvetja til notkunar á hugvíkkandi lyfjum og taka svo til orða að segja alla geta fengið bót mála sinna með notkun þeirra er ábyrgðarlaust og skaðlegt. Það hvetur fólk í mikilli vanlíðan til að sækja sér þjónustu hjá fólki sem ekki hefur rétta menntun og þjálfun í að halda utan um sálmeinafræði þess og bregðast við á viðeigandi hátt ef eitthvað fer úrskeiðis. Fólki sem ekkert eftirlit er með, engir gæðastaðlar á þjónustu þess, og hvergi hægt að draga til ábyrgðar, fari það út fyrir verksvið sitt eða valdi skaða á annan hátt. Kapp er best með forsjá, og séu einhver þarna úti sem samt sem áður sjá fyrir sér að nýta sér eiginleika hugvíkkandi efna í viðleitni sinni til bata þá hvet ég fólk eindregið til þess að sækja sér undirbúning og fræðslu áður en ákvörðunin er tekin og ferlið sett í gang, því að því miður eru dæmin mýmörg, hér á landi sem annars staðar, að betur var heima setið en af stað farið. Höfundur er sálfræðingur.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun