Uppsöfnun lífrænna efna og hvíld fiskeldissvæða Þorleifur Ágústsson og Þorleifur Eiríksson skrifa 21. desember 2022 13:00 Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. Viljum við, sem vísindamenn á þessu sviði, reyna að leiðrétta ýmsan misskilning sem fram hefur komið í umræðunni. Matsskýrslur, starfsleyfi og vöktunaráætlanir Ein algengasta staðhæfingin, sem ekki stenst skoðun, er sú að fóðurleifar og skítur úr fiskum í sjókvíaeldi safnist fyrir á botninum, jafnvel árum saman, án eftirlits og dreifist síðan um allan fjörðinn sem fiskeldið er í. Þetta leiði á endanum til þess að botndýralífi sé útrýmt á stórum svæðum með tilheyrandi afleiðingum. Fiskeldi hefur vissulega áhrif á umhverfi sitt, en vel er tryggt að þau áhrif séu staðbundin og ekki varanleg. Til að eftirlitið með þessu sé skilvirkt og öflugt eru óháðir eftirlitsaðilar fengnir til að annast lögbundna vöktun eldissvæða og mat á áhrifum starfseminnar á nærliggjandi lífríki. Verkið er unnið á kostnað viðkomandi fiskeldisfyrirtækis en niðurstöðum vöktunarinnar er skilað beint til Umhverfisstofnunar án nokkurrar aðkomu eldisfyrirtækjanna. Til að stunda fiskeldi þarf í fyrsta lagi starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Áður en Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir fiskeldi, þarf það að gangast undir mat á umhverfisáhrifum. Í umhverfismatsferlinu er mögulegum áhrifum eldisins lýst nákvæmlega, m.a. uppsöfnun lífrænna efna og áhrifum á botndýralíf og það birt í matsskýrslu. Matsskýrslan er svo send til umsagnar opinberra stofnana, auk þess sem almenningur getur komið með athugasemdir. Í matsskýrslu er í fyrsta lagi metið hvort lífríki svæðisins sé svo sérstakt að truflun á lífríki viðkomandi svæðis sé ekki ásættanleg. Sé röskun metin ásættanleg, er næst metið hvernig hægt sé að takmarka röskunina og koma í veg fyrir varanlegan skaða á lífríkinu. Fiskeldi í sjókvíum er ekki leyft á tilteknu svæði nema að áhrifin á svæðið séu metin tímabundin og afturkræf. Í starfsleyfinu frá Umhverfisstofnun er það gert að skilyrði að eftir að slátrun fisks úr eldiskvíum þá sé eldissvæði hvílt nægilega lengi til að botninn nái að jafna sig. Ennfremur gerir Umhverfisstofnun þá kröfu við veitingu starfsleyfis að lögð sé fram ítarleg vöktunaráætlun, unnin af óháðum aðila og sem uppfyllir viðurkennda gæðastaðla, líkt og getið er í reglugerð um fiskeldi. Í vöktunaráætluninni er gerð grein fyrir vöktun á ástandi sjávarbotnsinsí nágrenni fiskeldisstöðva. Áður en eldi hefst á fyrirhuguðu eldissvæði er gerð grunnathugun sem svo er notuð sem viðmið fyrir síðari vöktun. Grunnástand fyrirhugaðs eldissvæðis er því alltaf vel þekkt. Í vöktunaráætluninni er tiltekið að vöktun fari fram við hámarks lífmassa fisks í sjókvíum og eftir að svæði hefur verið hvílt en á hvíldartímanum er enginn fiskur í kvíunum. Upplýsingar um ástandið liggja því fyrir áður en fiskur er settur í kvíarnar að nýju. Við vöktun er það metið með mismunandi aðferðum hvort að uppsöfnun lífrænna efna í botnseti hafi átt sér stað, hversu mikil hún var og hver áhrifin eru á botndýralíf. Eftir hvíldartímann eru áhrifin metin að nýju og ákvarðað hvort uppsafnað lífrænt efni hefur minnkað og að botndýralíf hafi byggst upp að nýju, svo tryggt sé að áhrif fiskeldis á botndýralíf verði ekki varanleg. Við vöktun eldissvæða eru tekin sýni á þremur sýnatökustöðvum út frá eldissvæðinu; við kvíarnar, í 30 m og 100 m fjarlægð. Jafnframt eru tekin sýni á viðmiðunarstöð í 1.000 m fjarlægð til að að meta hvort um sé að ræða umhverfisbreytingar sem ekki tengjast fiskeldi. Viðmiðunarstöðin, þar sem fram fer mat á „öðrum“ breytingum, er hugsuð til að koma í veg fyrir að aðrar breytingar í vistkerfinu séu ranglega tengdar við fiskeldið. Á hverri sýnatökustöð er gerð röð athugana, sem tilgreindar eru í vöktunaráætluninni. Þannig er örugg samfella í vöktuninni og hægt að fylgjast með ástandi botnsins út frá mismunandi mælingum. Byrjað er á skynmati á yfirborði botnssýnis, þar sem lit og áferð er lýst, hvort fóðurleifar sjáist, hvort það sjáist loftbólur eða hvít slikja sé á botni sem gæti verið bakteríuskán (ættkvísl Beggiatoa), einnig er lykt af botnseti lýst (s.s. rotnunar- og brennisteinslykt). Auk fyrrgreindra athugana er mæld oxunargeta botnsins (oft kallað Redox) ásamt því að sýrustig (pH) er mælt. Þessar mælingar gefa til kynna ástand sjávarbotnsins og getu botnsetsins til að brjóta niður lífrænt efni. Enn fremur eru sýni tekin og fryst á vettvangi til efnagreininga, þar sem mælt er heildar kolefni (C) , heildar köfnunarefni (N) og heildar fosfór (P). En öll þessi efni eru til marks um uppsöfnun lífræns efnis. Mörg íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa gæðavottanir sem gera enn frekari kröfur um mælingar, s.s. mælingu á styrk brennisteinsvetnis (H2S) og kopars (Cu). Sérstök sýni eru svo tekin til að skoða botndýrasamfélög, þar sem dýr eru greind til tegunda eða hópa og þau talin. Dýrategundir eru misviðkvæmar fyrir uppsöfnun lífræns efnis. Með því að greina og skoða tegundasamsetningu á eldissvæði í tengslum við uppsöfnun lífrænna efna, hve mikið hefur safnast upp af lífrænu efnum, eða hve mikið lífrænt efni hefur minnkað á hvíldartíma, er hægt að nota ákveðnar dýrategundir sem vísitegundir. Vísitegundir geta gefið til kynna hvort að uppsöfnun lífrænna efna eigi sér stað og á sama hátt sagt til um niðurbrot lífrænna efna á sjávarbotni. Algengasti mælikvarðinn á fjölbreytni er fjöldi tegunda eða tegundaauðgi. Þessi mælikvarði getur verið villandi, þar sem hlutfallslegur fjöldi einstaklinga innan sömu tegundar getur verið mismunandi og stundum eru ein eða fáar tegundir algjörlega ríkjandi. Til að fá samræmt mat á tegundasamsetningu eru reiknaðir fjölbreytnistuðlar. Það eru til margir fjölbreytnistuðlar sem eru með mismunandi áherslum. Algengustu stuðlarnir í íslenskum rannsóknum og vöktun eru Shannon (H´) og Einsleitni (J´). Þriðji stuðullinn, Simpsons stuðull, er æ oftar notaður og er að mörgu leyti heppilegri í vöktun á fiskeldi. Með því að fylgjast með breytingum á þessum fjölbreytnistuðlum er hægt að fylgjast með ástandi botnsins. Það er því verið að fylgjast með ástandi umhverfisins frá mörgum hliðum, sem eru bornar saman,svo að sem nákvæmust yfirsýn fáist yfir ástand sjávarbotnsins. Fyrirtæki í fiskeldi þurfa enda að uppfylla strangar kröfur um gott ástand umhverfis, bæði frá yfirvöldum og kröfuhörðum kaupendum afurðanna. Hlutlægni og fagmennska grunnur að trausti til vísindafólks Niðurstöður ríflega tveggja áratuga vöktunar af þessu tagi hér við land sýna að lífrænn úrgangur frá fiskeldi er mestur í næsta nágrenni kvíanna og áhrifin minnka hratt þegar fjær dregur. Mikilvægt er að benda á að lífrænn úrgangur frá fiskeldi er ekki það sama og skólp, sem er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum. Í skólpi eru meðal annars hættulegar bakteríur og eiturefni, sem ekki eru í lífrænum leifum frá fiskeldi. Skipuleg hvíld eldissvæða í samræmi við vöktunarniðurstöður á að tryggja að ekki verði varanleg áhrif af fiskeldinu og að botndýrasamfélög verði sambærileg við þau sem voru áður en fiskeldið hófst, sé fiskeldinu hætt. Athuganir í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi hafa sýnt að það er mögulegt. Mat á umhverfisáhrifum og vöktun í fiskeldi er flókin og byggð á vísindalegumaðferðum, sem er beitt til að fá fram niðurstöðu, sem á sem bestan hátt, lýsir raunverulegu ástandi umhverfisins. Þessa vinnu taka vísindamenn alvarlega, enda gríðarlega mikilvægt að hægt sé að treysta því að niðurstöður séu fengnar með bestu mögulegum aðferðum og að niðurstöðurnar séu gerðar aðgengilegar öllum sem vilja skoða þær sjálfstætt. Það er því mjög alvarlegt þegar lítið er gert úr vinnu og fagmennsku vísindamanna á þessu sviði í því skyni að gagnrýna fiskeldi í sjó. Við sem störfum innan vísindagreina, þar sem krafa er gerð um að niðurstöður séu birtar í ritrýndum vísindatímaritum eða á formi vísindaskýrsla sem þurfa að þola gagnrýna skoðun, tökum starf okkar alvarlega. Staðreyndin er nefnilega sú að ef vikið er frá hlutlægni og fagmennsku er traust á starfi okkar fokið út í veður og vind. Samstarf okkar við fiskeldisfyrirtæki hefur verið farsælt, enda hafa þau aldrei reynt að hafa áhrif á niðurstöður þeirra rannsókna eða vöktunar sem við höfum haft með höndum. Það yrði heldur aldrei liðið. Dr. Þorleifur Ágústsson er fiskalífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri hjá RORUM og Dr. Þorleifur Eiríksson er dýrafræðingur og framkvæmdastjóri RORUM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Vísindi Umhverfismál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi á Íslandi síðustu 20 árin og undanfarið hefur framþróunin verið sérstaklega ör. Fiskeldinu hefur eðlilega fylgt almenn umræða um áhrif þessa iðnaðar á umhverfið. Umræður sem þessar eru nauðsynlegar enda mikilvægt hagsmunamál að vernda lífríki sjávar en á stundum hefur fullyrðingum verið haldið á lofti sem ekki eiga við rök að styðjast. Viljum við, sem vísindamenn á þessu sviði, reyna að leiðrétta ýmsan misskilning sem fram hefur komið í umræðunni. Matsskýrslur, starfsleyfi og vöktunaráætlanir Ein algengasta staðhæfingin, sem ekki stenst skoðun, er sú að fóðurleifar og skítur úr fiskum í sjókvíaeldi safnist fyrir á botninum, jafnvel árum saman, án eftirlits og dreifist síðan um allan fjörðinn sem fiskeldið er í. Þetta leiði á endanum til þess að botndýralífi sé útrýmt á stórum svæðum með tilheyrandi afleiðingum. Fiskeldi hefur vissulega áhrif á umhverfi sitt, en vel er tryggt að þau áhrif séu staðbundin og ekki varanleg. Til að eftirlitið með þessu sé skilvirkt og öflugt eru óháðir eftirlitsaðilar fengnir til að annast lögbundna vöktun eldissvæða og mat á áhrifum starfseminnar á nærliggjandi lífríki. Verkið er unnið á kostnað viðkomandi fiskeldisfyrirtækis en niðurstöðum vöktunarinnar er skilað beint til Umhverfisstofnunar án nokkurrar aðkomu eldisfyrirtækjanna. Til að stunda fiskeldi þarf í fyrsta lagi starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Áður en Umhverfisstofnun veitir starfsleyfi fyrir fiskeldi, þarf það að gangast undir mat á umhverfisáhrifum. Í umhverfismatsferlinu er mögulegum áhrifum eldisins lýst nákvæmlega, m.a. uppsöfnun lífrænna efna og áhrifum á botndýralíf og það birt í matsskýrslu. Matsskýrslan er svo send til umsagnar opinberra stofnana, auk þess sem almenningur getur komið með athugasemdir. Í matsskýrslu er í fyrsta lagi metið hvort lífríki svæðisins sé svo sérstakt að truflun á lífríki viðkomandi svæðis sé ekki ásættanleg. Sé röskun metin ásættanleg, er næst metið hvernig hægt sé að takmarka röskunina og koma í veg fyrir varanlegan skaða á lífríkinu. Fiskeldi í sjókvíum er ekki leyft á tilteknu svæði nema að áhrifin á svæðið séu metin tímabundin og afturkræf. Í starfsleyfinu frá Umhverfisstofnun er það gert að skilyrði að eftir að slátrun fisks úr eldiskvíum þá sé eldissvæði hvílt nægilega lengi til að botninn nái að jafna sig. Ennfremur gerir Umhverfisstofnun þá kröfu við veitingu starfsleyfis að lögð sé fram ítarleg vöktunaráætlun, unnin af óháðum aðila og sem uppfyllir viðurkennda gæðastaðla, líkt og getið er í reglugerð um fiskeldi. Í vöktunaráætluninni er gerð grein fyrir vöktun á ástandi sjávarbotnsinsí nágrenni fiskeldisstöðva. Áður en eldi hefst á fyrirhuguðu eldissvæði er gerð grunnathugun sem svo er notuð sem viðmið fyrir síðari vöktun. Grunnástand fyrirhugaðs eldissvæðis er því alltaf vel þekkt. Í vöktunaráætluninni er tiltekið að vöktun fari fram við hámarks lífmassa fisks í sjókvíum og eftir að svæði hefur verið hvílt en á hvíldartímanum er enginn fiskur í kvíunum. Upplýsingar um ástandið liggja því fyrir áður en fiskur er settur í kvíarnar að nýju. Við vöktun er það metið með mismunandi aðferðum hvort að uppsöfnun lífrænna efna í botnseti hafi átt sér stað, hversu mikil hún var og hver áhrifin eru á botndýralíf. Eftir hvíldartímann eru áhrifin metin að nýju og ákvarðað hvort uppsafnað lífrænt efni hefur minnkað og að botndýralíf hafi byggst upp að nýju, svo tryggt sé að áhrif fiskeldis á botndýralíf verði ekki varanleg. Við vöktun eldissvæða eru tekin sýni á þremur sýnatökustöðvum út frá eldissvæðinu; við kvíarnar, í 30 m og 100 m fjarlægð. Jafnframt eru tekin sýni á viðmiðunarstöð í 1.000 m fjarlægð til að að meta hvort um sé að ræða umhverfisbreytingar sem ekki tengjast fiskeldi. Viðmiðunarstöðin, þar sem fram fer mat á „öðrum“ breytingum, er hugsuð til að koma í veg fyrir að aðrar breytingar í vistkerfinu séu ranglega tengdar við fiskeldið. Á hverri sýnatökustöð er gerð röð athugana, sem tilgreindar eru í vöktunaráætluninni. Þannig er örugg samfella í vöktuninni og hægt að fylgjast með ástandi botnsins út frá mismunandi mælingum. Byrjað er á skynmati á yfirborði botnssýnis, þar sem lit og áferð er lýst, hvort fóðurleifar sjáist, hvort það sjáist loftbólur eða hvít slikja sé á botni sem gæti verið bakteríuskán (ættkvísl Beggiatoa), einnig er lykt af botnseti lýst (s.s. rotnunar- og brennisteinslykt). Auk fyrrgreindra athugana er mæld oxunargeta botnsins (oft kallað Redox) ásamt því að sýrustig (pH) er mælt. Þessar mælingar gefa til kynna ástand sjávarbotnsins og getu botnsetsins til að brjóta niður lífrænt efni. Enn fremur eru sýni tekin og fryst á vettvangi til efnagreininga, þar sem mælt er heildar kolefni (C) , heildar köfnunarefni (N) og heildar fosfór (P). En öll þessi efni eru til marks um uppsöfnun lífræns efnis. Mörg íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa gæðavottanir sem gera enn frekari kröfur um mælingar, s.s. mælingu á styrk brennisteinsvetnis (H2S) og kopars (Cu). Sérstök sýni eru svo tekin til að skoða botndýrasamfélög, þar sem dýr eru greind til tegunda eða hópa og þau talin. Dýrategundir eru misviðkvæmar fyrir uppsöfnun lífræns efnis. Með því að greina og skoða tegundasamsetningu á eldissvæði í tengslum við uppsöfnun lífrænna efna, hve mikið hefur safnast upp af lífrænu efnum, eða hve mikið lífrænt efni hefur minnkað á hvíldartíma, er hægt að nota ákveðnar dýrategundir sem vísitegundir. Vísitegundir geta gefið til kynna hvort að uppsöfnun lífrænna efna eigi sér stað og á sama hátt sagt til um niðurbrot lífrænna efna á sjávarbotni. Algengasti mælikvarðinn á fjölbreytni er fjöldi tegunda eða tegundaauðgi. Þessi mælikvarði getur verið villandi, þar sem hlutfallslegur fjöldi einstaklinga innan sömu tegundar getur verið mismunandi og stundum eru ein eða fáar tegundir algjörlega ríkjandi. Til að fá samræmt mat á tegundasamsetningu eru reiknaðir fjölbreytnistuðlar. Það eru til margir fjölbreytnistuðlar sem eru með mismunandi áherslum. Algengustu stuðlarnir í íslenskum rannsóknum og vöktun eru Shannon (H´) og Einsleitni (J´). Þriðji stuðullinn, Simpsons stuðull, er æ oftar notaður og er að mörgu leyti heppilegri í vöktun á fiskeldi. Með því að fylgjast með breytingum á þessum fjölbreytnistuðlum er hægt að fylgjast með ástandi botnsins. Það er því verið að fylgjast með ástandi umhverfisins frá mörgum hliðum, sem eru bornar saman,svo að sem nákvæmust yfirsýn fáist yfir ástand sjávarbotnsins. Fyrirtæki í fiskeldi þurfa enda að uppfylla strangar kröfur um gott ástand umhverfis, bæði frá yfirvöldum og kröfuhörðum kaupendum afurðanna. Hlutlægni og fagmennska grunnur að trausti til vísindafólks Niðurstöður ríflega tveggja áratuga vöktunar af þessu tagi hér við land sýna að lífrænn úrgangur frá fiskeldi er mestur í næsta nágrenni kvíanna og áhrifin minnka hratt þegar fjær dregur. Mikilvægt er að benda á að lífrænn úrgangur frá fiskeldi er ekki það sama og skólp, sem er mengað frárennslisvatn frá heimilum og fyrirtækjum. Í skólpi eru meðal annars hættulegar bakteríur og eiturefni, sem ekki eru í lífrænum leifum frá fiskeldi. Skipuleg hvíld eldissvæða í samræmi við vöktunarniðurstöður á að tryggja að ekki verði varanleg áhrif af fiskeldinu og að botndýrasamfélög verði sambærileg við þau sem voru áður en fiskeldið hófst, sé fiskeldinu hætt. Athuganir í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi hafa sýnt að það er mögulegt. Mat á umhverfisáhrifum og vöktun í fiskeldi er flókin og byggð á vísindalegumaðferðum, sem er beitt til að fá fram niðurstöðu, sem á sem bestan hátt, lýsir raunverulegu ástandi umhverfisins. Þessa vinnu taka vísindamenn alvarlega, enda gríðarlega mikilvægt að hægt sé að treysta því að niðurstöður séu fengnar með bestu mögulegum aðferðum og að niðurstöðurnar séu gerðar aðgengilegar öllum sem vilja skoða þær sjálfstætt. Það er því mjög alvarlegt þegar lítið er gert úr vinnu og fagmennsku vísindamanna á þessu sviði í því skyni að gagnrýna fiskeldi í sjó. Við sem störfum innan vísindagreina, þar sem krafa er gerð um að niðurstöður séu birtar í ritrýndum vísindatímaritum eða á formi vísindaskýrsla sem þurfa að þola gagnrýna skoðun, tökum starf okkar alvarlega. Staðreyndin er nefnilega sú að ef vikið er frá hlutlægni og fagmennsku er traust á starfi okkar fokið út í veður og vind. Samstarf okkar við fiskeldisfyrirtæki hefur verið farsælt, enda hafa þau aldrei reynt að hafa áhrif á niðurstöður þeirra rannsókna eða vöktunar sem við höfum haft með höndum. Það yrði heldur aldrei liðið. Dr. Þorleifur Ágústsson er fiskalífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri hjá RORUM og Dr. Þorleifur Eiríksson er dýrafræðingur og framkvæmdastjóri RORUM.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun