Brjálað að gera í des? Friðrik Agni Árnason skrifar 1. desember 2022 08:30 Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Jól Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar