Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun