Eru dyrnar opnar í heilbrigðiskerfinu fyrir veikasta fólkið okkar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 09:02 Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Alþingi Diljá Mist Einarsdóttir Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Landlækni hafa aldrei fleiri látist úr ofskammti lyfja en síðasta ár. 46 einstaklinga létust þá úr lyfjaeitrun, þar af níu undir þrítugu. Enn eitt metið er slegið og óhætt að tala um faraldur lyfjatengdra andláta. Flestir látinna voru á aldrinum 30 til 44 ára. Algengustu orsakir þessara eitrana eru ópíóðar og önnur sterk verkjalyf. Þetta eru vondar fréttir. Á sama tíma og mikilvæg viðhorfsbreyting hefur átt sér stað í þá veru að fíknisjúkdóma eigi meðhöndla í heilbrigðiskerfinu virðist kerfið ekki í stakk búið til þess að taka á þessum vanda. Við höfum reynt að leggja okkar af mörkum með eftirfylgni með því að stjórnvöld fylgi eftir þessari viðhorfsbreytingu með aðgerðum. Meðal þess sem ég hef lagt áherslu á á þinginu eru skaðaminnkandi aðgerðir í þágu einstaklinga með vímuefnavanda. Nú nýlega fékk ég svar við fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um heimildir lækna til að ávísa skaðaminnkandi ópíóðum og sambærilegum efnum til einstaklinga með vímuefnavanda. Í svarinu kemur fram að hérlendis sé veitt svokölluð uppbótarmeðferð við ópíóðafíkn og veruleg aukning hafi orðið á slíkri lyfjameðferð. Þannig hafi fjöldi einstaklinga í slíkri meðferð verið 276 árið 2019, en 438 árið 2021. Meðferðin felst í ávísun ópíóðalyfs, Buprenorfins, sem getur fullnægt þörfinni fyrir ópíóða en um leið dregið úr fíkn í aðra ópíóða með hættulegri verkun. Eingöngu læknar með þekkingu og reynslu af fíknisjúkdómum mega ávísa umræddu lyfi. Fólk með vímuefnavanda hefur að vísu gert athugasemdir við að þau skilyrði séu sett fyrir lyfjagjöf að hún sé í tengslum við eiginlega vímuefnameðferð. Lyfjameðferð við ópíóðafíkn er sögð kostnaðarsöm og vandmeðfarin. Við megum samt ekki gleyma að sjúklingarnir eru afskaplega veikir og illa haldnir af lífshættulegum fíknisjúkdómi. Við þurfum að leita allra leiða til þess að aðstoða þennan viðkvæma hóp fólks og taka þeim opnum örmum í heilbrigðiskerfinu. Líkt og við tökum á móti fólki sem glímir við aðra sjúkdóma. Líf þeirra, heilsa og mannleg reisn má ekki setja skör lægra en annarra sjúklinga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun