Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 13. nóvember 2022 15:00 Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun