Verum fyrirmyndir – berjumst gegn einelti! Ásmundur Einar Daðason skrifar 8. nóvember 2022 07:01 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins. Einelti getur falist í útilokun, ofbeldi, stafrænu einelti og fleiru. Ekkert form af einelti er betra eða verra en annað – einelti á hvergi að líðast. Í lögum um grunnskóla segir meðal annars að allir nemendur eigi rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan og að grunnskólar skuli í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Nemendur eigi rétt á að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Barn sem verður fyrir einelti í skóla finnur ekki til öryggis og nýtir ekki að fullu hæfileika sinna eða nýtur að fullu bernsku sinnar. Það er lagaskylda á þeim sem starfa í skólum að fylgjast með líðan og almennri velferð nemenda og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við sé vegið að þeim atriðum. Barn sem verður fyrir einelti getur glímt við afleiðingar þess um alla ævi, líkt og við höfum séð ótal dæmi um þegar hugrakkir einstaklingar stíga fram og segja sína sögu. Börn eiga ekki að þurfa að glíma við einelti sem þau verða fyrir sjálf, heldur er það skylda okkar fullorðinna að grípa inn í, hafi einelti átt sér stað, og ekki síður að fyrirbyggja að komi til eineltis. Allir skólar eiga að búa yfir áætlunum gegn einelti og er gott að nýta tækifærið á degi eineltis til að yfirfara þær áætlanir og sjá hvort þurfi að uppfæra þær eða kynna þær betur innan skólanna. Takist skóla, eða sveitarfélaginu sem rekur skólann, ekki að uppræta einelti á eigin vegum er hægt að leita til fagráðs eineltismála sem hefur aðsetur í Menntamálastofnun. Fagráðið er stuðningsaðili við skólasamfélagið, og veitir meðal annars almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar auk þess að gefa út ráðgefandi álit á grundvelli gagna sem berast um einstök mál. Fyrirhugað er að efla enn frekar hlutverk fagráðsins en starf þess hefur gefið góða raun. Það er ekki hægt að skrifa grein um einelti án þess að ræða sérstaklega um stafrænt einelti, sem eðli máls samkvæmt hefur aukist mjög á undanförnum árum. Við sem foreldrar þekkjum fæst hvernig stafrænu einelti er beitt meðal barnanna okkar af eigin raun þar sem sú tækni sem nú er hluti hversdags barna okkar var ekki til staðar þegar við vorum á þeirra aldri. Við þurfum að fylgjast vel með því sem börnin okkar eru að gera á samfélagsmiðlum og grípa inn í strax ef okkur grunar að barn sé að verða fyrir eða beita stafrænu einelti. Á því berum við ábyrgð. Ekki hvað síst þurfum við að sýna í verki að hvers lags niðurrif gagnvart öðru fólki er ekki í boði. Verum fyrirmyndir! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn var fyrst haldinn formlega hérlendis árið 2011 og hefur verið haldinn árlega síðan. Einelti kemur okkur öllum við og það er góð hugmynd að huga sérstaklega að því, til dæmis á eigin vinnustað, hvort forvarnir og viðbragðsáætlanir gegn einelti séu til staðar og uppfærðar. Þá vil ég einnig hvetja vinnustaði til þess að standa fyrir fræðslu og viðburðum sem hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu og samstöðu í tilefni dagsins. Einelti getur falist í útilokun, ofbeldi, stafrænu einelti og fleiru. Ekkert form af einelti er betra eða verra en annað – einelti á hvergi að líðast. Í lögum um grunnskóla segir meðal annars að allir nemendur eigi rétt á kennslu við sitt hæfi í hvetjandi námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan og að grunnskólar skuli í hvívetna haga störfum sínum þannig að nemendur finni til öryggis og njóti hæfileika sinna. Nemendur eigi rétt á að njóta bernsku sinnar í öllu starfi á vegum skólans. Barn sem verður fyrir einelti í skóla finnur ekki til öryggis og nýtir ekki að fullu hæfileika sinna eða nýtur að fullu bernsku sinnar. Það er lagaskylda á þeim sem starfa í skólum að fylgjast með líðan og almennri velferð nemenda og grípa til nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við sé vegið að þeim atriðum. Barn sem verður fyrir einelti getur glímt við afleiðingar þess um alla ævi, líkt og við höfum séð ótal dæmi um þegar hugrakkir einstaklingar stíga fram og segja sína sögu. Börn eiga ekki að þurfa að glíma við einelti sem þau verða fyrir sjálf, heldur er það skylda okkar fullorðinna að grípa inn í, hafi einelti átt sér stað, og ekki síður að fyrirbyggja að komi til eineltis. Allir skólar eiga að búa yfir áætlunum gegn einelti og er gott að nýta tækifærið á degi eineltis til að yfirfara þær áætlanir og sjá hvort þurfi að uppfæra þær eða kynna þær betur innan skólanna. Takist skóla, eða sveitarfélaginu sem rekur skólann, ekki að uppræta einelti á eigin vegum er hægt að leita til fagráðs eineltismála sem hefur aðsetur í Menntamálastofnun. Fagráðið er stuðningsaðili við skólasamfélagið, og veitir meðal annars almenna ráðgjöf, leiðbeiningar og upplýsingar auk þess að gefa út ráðgefandi álit á grundvelli gagna sem berast um einstök mál. Fyrirhugað er að efla enn frekar hlutverk fagráðsins en starf þess hefur gefið góða raun. Það er ekki hægt að skrifa grein um einelti án þess að ræða sérstaklega um stafrænt einelti, sem eðli máls samkvæmt hefur aukist mjög á undanförnum árum. Við sem foreldrar þekkjum fæst hvernig stafrænu einelti er beitt meðal barnanna okkar af eigin raun þar sem sú tækni sem nú er hluti hversdags barna okkar var ekki til staðar þegar við vorum á þeirra aldri. Við þurfum að fylgjast vel með því sem börnin okkar eru að gera á samfélagsmiðlum og grípa inn í strax ef okkur grunar að barn sé að verða fyrir eða beita stafrænu einelti. Á því berum við ábyrgð. Ekki hvað síst þurfum við að sýna í verki að hvers lags niðurrif gagnvart öðru fólki er ekki í boði. Verum fyrirmyndir! Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun