„Ég er með samning við KR og ætla mér að vera þar á næsta tímabili“ Andri Már Eggertsson skrifar 29. október 2022 16:00 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét KR tapaði 2-0 á heimavelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var svekktur eftir leik en aðspurður út í framhaldið ætlaði hann sér að vera áfram sem þjálfari KR. „Það var erfitt að kveikja í mönnum fyrir þennan leik. Menn voru viljugir en það vantaði kraft í okkur. Við vorum að spila á grasi núna en höfum verið að spila á gervigrasi síðustu vikur og maður sá að menn voru þreyttir og okkur tókst ekki að pressa eins og við vildum.“ „Stjarnan lyfti sér upp um eitt sæti og við höldum fjórða sætinu sem við erum ánægðir með. Þetta hefur verið svakalega langt mót. Eftir viku er orðið ár síðan við byrjuðum að æfa. Menn hafa æft og spilað leiki í 51 viku. Þetta hefur verið lengsta tímabil í sögunni á Íslandi og það er komin andleg og líkamlega þreyta í liðið,“ sagði Rúnar Kristinsson og bætti við að hann telur að allir sé fegnir að mótið sé búið. Það hefur mikið gengið á hjá KR á tímabilinu. KR endar mótið í fjórða sæti deildarinnar og hann telji að fjórða sætið gott miðað við allt sem gekk á. „Ég verð að segja að fjórða sæti er nokkuð gott miðað við allt sem á okkur hefur dunið og það er ekkert meira um það að segja.“ Rúnar Kristinsson sagðist ætla að halda áfram sem þjálfari KR á næsta tímabili og talaði einnig um leikmannamál. „Ég er með samning við KR og ég ætla mér að vera í KR á næsta tímabili. Við munum svo fara yfir leikmannamál og það munu eflaust vera einhverjar breytingar. Þorsteinn Már er hættur og Pálmi Rafn segist vera hættur en það getur vel verið að við munum breyta hans ákvörðun,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
„Það var erfitt að kveikja í mönnum fyrir þennan leik. Menn voru viljugir en það vantaði kraft í okkur. Við vorum að spila á grasi núna en höfum verið að spila á gervigrasi síðustu vikur og maður sá að menn voru þreyttir og okkur tókst ekki að pressa eins og við vildum.“ „Stjarnan lyfti sér upp um eitt sæti og við höldum fjórða sætinu sem við erum ánægðir með. Þetta hefur verið svakalega langt mót. Eftir viku er orðið ár síðan við byrjuðum að æfa. Menn hafa æft og spilað leiki í 51 viku. Þetta hefur verið lengsta tímabil í sögunni á Íslandi og það er komin andleg og líkamlega þreyta í liðið,“ sagði Rúnar Kristinsson og bætti við að hann telur að allir sé fegnir að mótið sé búið. Það hefur mikið gengið á hjá KR á tímabilinu. KR endar mótið í fjórða sæti deildarinnar og hann telji að fjórða sætið gott miðað við allt sem gekk á. „Ég verð að segja að fjórða sæti er nokkuð gott miðað við allt sem á okkur hefur dunið og það er ekkert meira um það að segja.“ Rúnar Kristinsson sagðist ætla að halda áfram sem þjálfari KR á næsta tímabili og talaði einnig um leikmannamál. „Ég er með samning við KR og ég ætla mér að vera í KR á næsta tímabili. Við munum svo fara yfir leikmannamál og það munu eflaust vera einhverjar breytingar. Þorsteinn Már er hættur og Pálmi Rafn segist vera hættur en það getur vel verið að við munum breyta hans ákvörðun,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira