Heimaleikjabann Víkinga fellt niður Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2022 14:55 Stuðningsmenn Víkings geta mætt í Víkina á næsta heimaleik eins og þeir hafa verið duglegir við að gera síðustu misseri. Þeir fögnuðu vel sigrinum gegn FH í bikarúrslitaleiknum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ekkert verður af fyrsta heimaleikjabanninu í sögu íslensks fótbolta, sem Víkingur Reykjavík átti að sæta, því áfrýjunardómstóll KSÍ hefur fellt úrskurð þess efnis úr gildi. Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Víkingur, FH og Knattspyrnusamband Íslands hlutu öll refsingu hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna óláta á úrslitaleik Mjólkurbikars karla sem fram fór á Laugardalsvelli 1. október, þar sem Víkingar fögnuðu sigri í framlengdum leik. Víkingur fékk hámarkssekt upp á 200.000 krónur og FH 50.000 króna sekt, vegna hegðunar stuðningsmanna, en Víkingur var þar að auki úrskurðaður í eins leiks heimaleikjabann. Í dómi áfrýjunardómstólsins er vitnað í skýrslu frá eftirlitsmanni KSÍ þar sem segir að stuðningsmenn Víkings hafi í að minnsta kosti þrígang kveikt á blysum, sungið níðsöngva um leikmann og þjálfara FH, og ölvun þeirra verið sýnileg. Þá hljóp stuðningsmaður Víkings inn á völlinn. Í dómnum er lögð rík áhersla á að um alvarleg brot sé að ræða, þó að heimaleikjabannið sé fellt niður. Rökin fyrir því eru fyrst og fremst að dómnum þykir ekki sýnt fram á að öryggi leikmanna, þjálfara og annarra teljist ótryggt á heimaleikjum Víkings. Framkvæmd bikarúrslitaleiksins, og þar með öryggismál, hafi ekki verið í höndum félagsins heldur KSÍ. Víkingar sættu sig við sektina en áfrýjuðu úrskurðinum um heimaleikjabann og nú hefur áfrýjunardómstóllinn dæmt félaginu í hag. Stuðningsmenn Víkings geta því fjölmennt á síðasta heimaleik tímabilsins sem er gegn KR næsta mánudagskvöld, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mjólkurbikar karla Fótbolti Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira