Aðstoðum Úkraínu með 1% af fjárlögum, við eigum allt undir Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 12. september 2022 15:31 Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Úkraína þarf hjálp. Drullusokkur í Rússlandi ákvað að Rússar skyldu ryðjast inn í Úkraínu og drepa þar bræður sína og systur. En Úkraína verst hetjulega svo vekur aðdáun um allan heim. Óbeint eigum við allt undir baráttu þeirra gegn innrásarliðinu. Og hvað er átt við með því? Við sem smáþjóð eigum allt undir því að samskipti þjóða byggi á lögum og samningum og gagnkvæmri virðingu. Að hægt sé að stunda eðlileg viðskipti og önnur gagnleg samskipti. Við eigum allt undnir því að fullveldi þjóða, stórra og smárra, sé virt af öllum hinum. Að í alþjóða samskiptum gildi ekki hnefaréttur þeirra stóru, að sá stóri geti kramið þann litla á meðan aðrir horfi aðgerðalausir á. Ef heimurinn væri þannig myndi sjálfstætt Ísland verða skammvinnt ástand í veraldarsögunni. Við, þótt lítil séum, eigum því að aðstoða Úkraínu eins og við getum. En við getum ekki sent þeim vopn, við getum ekki tekið hingað úkraínska hermenn í þjálfun, við höfum ekki leyniþjónustu sem getur aflað gagnlegra upplýsinga. Okkar styrkur er ekkert af þessu. Okkar styrkur er að vera rík þjóð. Ein af þeim allra ríkustu. Og öfugt við nágranna okkar þá þurfum við ekki að fást við fordæmalausan orkuskort sem rýrir lífskjör fólks um alla Evrópu um þessar mundir. Við græðum á háu orkuverði á meðan nágrannar okkar þjást. En samt ætla þeir að hjálpa Úkraínu meira en við gerum. Við ættum því að veita Úkraínu efnahagsaðstoð sem samsvarar 1% af fjárlögum. Minna má það ekki vera, er eiginlega of lítið, 2% væri mun eðlilegra. Til að afla tekna eitthvað upp í þessi útgjöld ættum við að taka til skoðunar að hækka kolefnisgjald á bensín og olíur. Um kannski 10-20 kr/l. Það mun gera það að verkum að við munum nota örlítið minna af olíu. En nota örlítið meira af grænni orku. En það er einmitt það sem við viljum gera burtséð frá stríði í Evrópu. Það er enda miklu meiri þörf á að brenna einum lítra af olíu í aðþrengdri Úkraínu en á lánsömu Íslandi. Varminn af þeim bruna er mun betur kominn hjá hrjáðum Úkraínumönnum en í íslenskum orkualsnægtum. Fjárlög voru kynnt í dag, 12. September 2022. Þetta er mín tillaga að breytingu fjárlaga. Áfram Úkraína, Slava Ukraini Höfundur er lektor, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar