Er íslenska óvinsæl? Ármann Jakobsson skrifar 7. september 2022 09:00 Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ármann Jakobsson Íslensk tunga Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. Íslenska er annað og meira en námsgrein heldur aðferð okkar við að hugsa, tjá okkur og eigin samskipti. Einmitt þess vegna er flestu öðru mikilvægara fyrir íslenska málhafa að hún lifi af því að án hennar verðum við eins og marsbúar á jörðinni. Um námsgreinina íslensku gegnir auðvitað öðru máli en erfitt er samt að ræða hana eins og hverja aðra námsgrein því að hún hefur algjör sérstöðu sem sú eina sem er ætluð öllum jafnt frá upphafi náms til stúdentsprófs, eftir að nemendur hafi kosið með fótunum og yfirgefið aðrar námsgreinar, t.d. stærðfræði sem íslenski stúdentahópurinn hefur afar mismikla menntun í. Sem grein sem enginn hefur beinlínis valið er íslenska í skólakerfinu í nokkurri hættu á að enginn tengi sig sérstaklega við hana. Eins þurfa íslenskukennarar að glíma við allan hópinn, einir kennara. Gæti skólakerfið staðið sig betur? Þessarar spurningar þurfum við öll sem kennum íslensku vitaskuld að velta reglulega fyrir okkur. Samkvæmt minni reynslu stendur skólakerfið sig býsna vel í að efla þekkingu nemenda en stundum mætti áherslan sennilega vera meiri á að vekja áhuga. Við kennarar þurfum að hafa í huga að fólk lærir fyrst og fremst sjálft og því er áhuginn sem við kveikjum ekki ómikilvægari en sú þekking sem við komum til skila. Starfið felst ekki síður í því að fá fólk til að langa til að lesa Halldór Laxness en að sjá til þess að það lesi hann. Í opinberri umræðu er ansi oft hrapað að ályktunum eins og að námsefnið sé erfitt og leiðinlegt og nemendur hafi ekki áhuga. En þá er gott að hugsa til Soffíu frænku sem sagði við ræningjana sem sögðust ekki kunna það sem hún bað þá um að gera „Þá áttu að læra það“. Soffía gafst ekki upp fyrir vinnufælnum ræningjunum. Eins getum við íslenskukennarar sagt við okkur sjálf: „Þá er það okkar hlutverk að gera íslensku skemmtilega“. Höfundur er formaður Íslenskrar málnefndar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun