NPA samningar – jafnaðarmenn knýja fram réttarbót fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 2. september 2022 09:31 Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun