Sprengjuárásir á Gazaströnd – áskorun til utanríkisráðherra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. ágúst 2022 17:25 Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun