Áfram veginn á Vestfjörðum Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. júní 2022 11:00 Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Vestfirðingar eiga örugglega Íslandsmet í þolinmæði þegar kemur að bið eftir samgöngubótum en nú er útlit fyrir að þeir sem búa og stafa á Vestfjörðum geti farið að anda léttar. Framkvæmdir síðustu fimm ára eru þakkaverðar en við Vestfirðingar verðum þó ávallt að vera í baráttugírnum ef við viljum komast til jafns við aðra landshluta hvað varðar nútíma samgöngur. Milljarða framkvæmdir Tuttugu milljarð króna metnaðarfullar og langþráðar samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum eru nú á áætlun og fullfjármagnaðar í samræmi við 5 ára samgönguáætlun 2020-2024. Á þessu fimm ára tímabili verður fjárfest í vegaframkvæmdum fyrir 18,2 milljarða kr., höfnum og sjóvörnum fyrir tæpan 1,5 milljarð kr. og flugvöllum fyrir 212 milljónir kr. Upphafið var stórframkvæmd við Dýrafjarðargöng sem kallar á enn meiri framkvæmdir. Já tölum um Dynjandisheiðina Framkvæmdir við mikilvægar endurbætur á Vestfjarðavegi yfir Dynjandisheiði eru nú þegar hafnar. Nýlega var auglýst útboð á 13 km kafla sem skal vera lokið árið 2024, frá Norðdalsá og um háheiðina sem skal vera lokið árið 2024. Þá er lokið fyrsta áfanga, þegar unnir voru 12 km kaflar annars vegar við Þverdalsá og hins vegar kafli fyrir Meðalnesið. Þegar þessum hluta er lokið erum við að sjá nýframkvæmdir á um 25 km kafla. Frá opnum Dýrafjarðarganga hefur ekki alltaf verið auðvelt halda veginum um heiðina opnum yfir verstu veðramánuðina. Þessi uppbygging vegarins bætir aðstæður til vetrarþjónustu og þegar hann verður tilbúinn verður það raunverulegur möguleiki að halda greiðum samgöngum milli norður og suðursvæðisins allt árið um kring. Vegabætur í Gufudalssveit Þá er enn eitt stórverkefnið hafið í Gufudalssveit og það hillir undir að vegur um Teigskóg verði loksins að veruleika. Vinna er hafin við veginn og þar með er séð fyrir endann á áratuga deilu um vegstæðið. Það er ánægjulegt að sjá að þeir sem fengu verkið eru meðvitaðir um að það er verið að vinna á ósnortnu landi og hafa það að leiðarljósi að lágmarka röskun. Víðar er unnið að endurbótum í fjórðungnum og samtals er verið að vinna á nærri 18 km kafla í þessu svæði. Allar þessar endurbætur eru mikilvægar fyrir þjóðina í heild sinni, hvort sem það er vegna verðmætra þjóðartekna sem verða til á Vestfjörðum, byggðasjónarmiða eða ferðaþjónustu. Allt hjálpar þetta hvort öðru. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Vesturbyggð Ísafjarðarbær Teigsskógur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Vestfirðingar eiga örugglega Íslandsmet í þolinmæði þegar kemur að bið eftir samgöngubótum en nú er útlit fyrir að þeir sem búa og stafa á Vestfjörðum geti farið að anda léttar. Framkvæmdir síðustu fimm ára eru þakkaverðar en við Vestfirðingar verðum þó ávallt að vera í baráttugírnum ef við viljum komast til jafns við aðra landshluta hvað varðar nútíma samgöngur. Milljarða framkvæmdir Tuttugu milljarð króna metnaðarfullar og langþráðar samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum eru nú á áætlun og fullfjármagnaðar í samræmi við 5 ára samgönguáætlun 2020-2024. Á þessu fimm ára tímabili verður fjárfest í vegaframkvæmdum fyrir 18,2 milljarða kr., höfnum og sjóvörnum fyrir tæpan 1,5 milljarð kr. og flugvöllum fyrir 212 milljónir kr. Upphafið var stórframkvæmd við Dýrafjarðargöng sem kallar á enn meiri framkvæmdir. Já tölum um Dynjandisheiðina Framkvæmdir við mikilvægar endurbætur á Vestfjarðavegi yfir Dynjandisheiði eru nú þegar hafnar. Nýlega var auglýst útboð á 13 km kafla sem skal vera lokið árið 2024, frá Norðdalsá og um háheiðina sem skal vera lokið árið 2024. Þá er lokið fyrsta áfanga, þegar unnir voru 12 km kaflar annars vegar við Þverdalsá og hins vegar kafli fyrir Meðalnesið. Þegar þessum hluta er lokið erum við að sjá nýframkvæmdir á um 25 km kafla. Frá opnum Dýrafjarðarganga hefur ekki alltaf verið auðvelt halda veginum um heiðina opnum yfir verstu veðramánuðina. Þessi uppbygging vegarins bætir aðstæður til vetrarþjónustu og þegar hann verður tilbúinn verður það raunverulegur möguleiki að halda greiðum samgöngum milli norður og suðursvæðisins allt árið um kring. Vegabætur í Gufudalssveit Þá er enn eitt stórverkefnið hafið í Gufudalssveit og það hillir undir að vegur um Teigskóg verði loksins að veruleika. Vinna er hafin við veginn og þar með er séð fyrir endann á áratuga deilu um vegstæðið. Það er ánægjulegt að sjá að þeir sem fengu verkið eru meðvitaðir um að það er verið að vinna á ósnortnu landi og hafa það að leiðarljósi að lágmarka röskun. Víðar er unnið að endurbótum í fjórðungnum og samtals er verið að vinna á nærri 18 km kafla í þessu svæði. Allar þessar endurbætur eru mikilvægar fyrir þjóðina í heild sinni, hvort sem það er vegna verðmætra þjóðartekna sem verða til á Vestfjörðum, byggðasjónarmiða eða ferðaþjónustu. Allt hjálpar þetta hvort öðru. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar