Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Dagur Lárusson skrifar 29. maí 2022 19:07 Guðmundur Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Fram. Vísir/Vilhelm Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. Síðustu þrír leikir Vals í bikar og deild höfðu endað í tapi fyrir leikinn í dag og því var kominn pressa á þjálfara liðsins, Heimi Guðjónsson, og hans lið. Það var hins vegar ekki að sjá á Valsliðinu í byrjun leiks að það væri pressa að hafa áhrif á þá því liðið spilaði virkilega vel og hélt boltanum vel. Eftir nokkrar góðar sóknir var það síðan Ágúst Eðvald Hlynsson sem náði forystunni fyrir Val á 17.mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Orra Hrafns. Það tók Fram þó ekki langan tíma að svara fyrir sig því aðeins tíu mínútum seinna var staðan orðin jöfn. Fred Savaira fékk boltann þá úti hægra meginn og átti flotta fyrirgjöf inn á teig þar sem Guðmundur Magnússon stangaði boltann í netið. Eftir þetta mark var það Fram sem var með yfirhöndina í leiknum og skapaði fleiri færi. Vendipunktur leiksins var síðan í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Birkir Heimisson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valsmenn þá orðnir einum færri og róðurinn orðinn þyngri. Fram hélt yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og náði forystunni þegar um tíu mínútur voru liðnar. Kristján Hjörvar, markvörður Vals sem hafði komið inn fyrir Svein í fyrri hálfleiknum, gerði sig sekan um dýrkeypt mistök er hann braut á Guðmundi Magnússyni innan vítateig þegar boltinn var á leiðinni útaf. Guðmundur fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Það voru eflaust margir sem héldu að leikurinn væri unninn fyrir Fram á þessum tímapunkti en svo var alls ekki þar sem Valur jafnaði strax í næstu sókn. Aron Jóhannsson gerði þá vel með því að vinna Jesus í öxl í öxl áður en hann lagði boltann á Ágúst sem kláraði færið og staðan því orðin jöfn. Fram hélt þó áfram yfirburðum sínum og sigurmark leiksins kom 67.mínútu en þá fékk Jannik laglega sendingu inn fyrir vörn Vals og hljóp að markinu áður en hann kláraði frábærlega fram hjá Kristjáni. Valsmenn reyndi hvað þeir gáðu að jafna leikinn en það var ekki nóg og því sigur Fram staðreynd og þriðji tapleikur Vals í deildinni í röð. Af hverju vann Fram? Liðsmenn Fram börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Það er spurning hvort að það hafi spilað inní að þetta hafi mögulega verið síðasti leikur liðsins í Safamýrinni. Það hjálpaði síðan auðvitað ekki til í stöðunni 1-1 að Valur missti mann af velli. Hverjar stóðu upp úr? Guðmundur Magnússon skoraði tvö mörk og spilaði frábærlega sem og Tiago á miðjunni hjá Fram en það virtist vera sem svo að hann væri alls staðar. Hvað fór illa? Birkir Heimisson hlýtur að naga á sér handarbakið eftir leikinn eftir sín mistök. Valur var vel inni í leiknum á þessum tímapunkti og þetta var klaufalega gert hjá honum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru komin í tveggja vikna pásu en að henni liðinni mætir Valur toppliði Breiðabliks á meðan Fram mætir KA. Jón Þórir: Vildum gera þessa stund eftirminnilega Maðurinn sem breytti öllu.FRAM „Já algjörlega, við töluðum um það fyrir leik að við vildum kveðja þennan völl á góðum leik og við gerðum það svo sannarlega,” sagði Jón Þórir er hann var spurður út í það hvort að þessi sigur hafi verið fullkomin leið til þess að kveðja Safamýrina. „Það var líka gaman að fá Val í þessum leik, annað Reykjavíkurlið, og við vildum láta þessa stunda verða eftirminnilega,” hélt Jón Þórir áfram. Jón var virkilega ánægður með baráttuna og frammistöðuna í heild sinni. „Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, mér fannst Valur byrja betur og voru að pressa á okkur og komust yfir. En síðan jöfnum við og þá fannst mér við vera heilt yfir sterkari aðilinn. Síðustu mínúturnar í leiknum þá pressuðu þeir vel að okkur en við stóðumst það vel. Við þurfum að hafa fyrir þessu í dag.” „Mér fannst frammistaðan heilt yfir vera mjög góð, við höfum átt kafla í leikjum þar sem við höfum verið að fá á okkur mörg mörk en við hættum aldrei og það er það sem ég er svo ánægður með, við höldum alltaf áfram,” endaði Jón Þórir á að segja. Besta deild karla Valur Fram
Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. Síðustu þrír leikir Vals í bikar og deild höfðu endað í tapi fyrir leikinn í dag og því var kominn pressa á þjálfara liðsins, Heimi Guðjónsson, og hans lið. Það var hins vegar ekki að sjá á Valsliðinu í byrjun leiks að það væri pressa að hafa áhrif á þá því liðið spilaði virkilega vel og hélt boltanum vel. Eftir nokkrar góðar sóknir var það síðan Ágúst Eðvald Hlynsson sem náði forystunni fyrir Val á 17.mínútu leiksins eftir góðan undirbúning Orra Hrafns. Það tók Fram þó ekki langan tíma að svara fyrir sig því aðeins tíu mínútum seinna var staðan orðin jöfn. Fred Savaira fékk boltann þá úti hægra meginn og átti flotta fyrirgjöf inn á teig þar sem Guðmundur Magnússon stangaði boltann í netið. Eftir þetta mark var það Fram sem var með yfirhöndina í leiknum og skapaði fleiri færi. Vendipunktur leiksins var síðan í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Birkir Heimisson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Valsmenn þá orðnir einum færri og róðurinn orðinn þyngri. Fram hélt yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum og náði forystunni þegar um tíu mínútur voru liðnar. Kristján Hjörvar, markvörður Vals sem hafði komið inn fyrir Svein í fyrri hálfleiknum, gerði sig sekan um dýrkeypt mistök er hann braut á Guðmundi Magnússyni innan vítateig þegar boltinn var á leiðinni útaf. Guðmundur fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Það voru eflaust margir sem héldu að leikurinn væri unninn fyrir Fram á þessum tímapunkti en svo var alls ekki þar sem Valur jafnaði strax í næstu sókn. Aron Jóhannsson gerði þá vel með því að vinna Jesus í öxl í öxl áður en hann lagði boltann á Ágúst sem kláraði færið og staðan því orðin jöfn. Fram hélt þó áfram yfirburðum sínum og sigurmark leiksins kom 67.mínútu en þá fékk Jannik laglega sendingu inn fyrir vörn Vals og hljóp að markinu áður en hann kláraði frábærlega fram hjá Kristjáni. Valsmenn reyndi hvað þeir gáðu að jafna leikinn en það var ekki nóg og því sigur Fram staðreynd og þriðji tapleikur Vals í deildinni í röð. Af hverju vann Fram? Liðsmenn Fram börðust eins og grenjandi ljón allan leikinn. Það er spurning hvort að það hafi spilað inní að þetta hafi mögulega verið síðasti leikur liðsins í Safamýrinni. Það hjálpaði síðan auðvitað ekki til í stöðunni 1-1 að Valur missti mann af velli. Hverjar stóðu upp úr? Guðmundur Magnússon skoraði tvö mörk og spilaði frábærlega sem og Tiago á miðjunni hjá Fram en það virtist vera sem svo að hann væri alls staðar. Hvað fór illa? Birkir Heimisson hlýtur að naga á sér handarbakið eftir leikinn eftir sín mistök. Valur var vel inni í leiknum á þessum tímapunkti og þetta var klaufalega gert hjá honum. Hvað gerist næst? Bæði lið eru komin í tveggja vikna pásu en að henni liðinni mætir Valur toppliði Breiðabliks á meðan Fram mætir KA. Jón Þórir: Vildum gera þessa stund eftirminnilega Maðurinn sem breytti öllu.FRAM „Já algjörlega, við töluðum um það fyrir leik að við vildum kveðja þennan völl á góðum leik og við gerðum það svo sannarlega,” sagði Jón Þórir er hann var spurður út í það hvort að þessi sigur hafi verið fullkomin leið til þess að kveðja Safamýrina. „Það var líka gaman að fá Val í þessum leik, annað Reykjavíkurlið, og við vildum láta þessa stunda verða eftirminnilega,” hélt Jón Þórir áfram. Jón var virkilega ánægður með baráttuna og frammistöðuna í heild sinni. „Við byrjuðum ekkert sérstaklega vel, mér fannst Valur byrja betur og voru að pressa á okkur og komust yfir. En síðan jöfnum við og þá fannst mér við vera heilt yfir sterkari aðilinn. Síðustu mínúturnar í leiknum þá pressuðu þeir vel að okkur en við stóðumst það vel. Við þurfum að hafa fyrir þessu í dag.” „Mér fannst frammistaðan heilt yfir vera mjög góð, við höfum átt kafla í leikjum þar sem við höfum verið að fá á okkur mörg mörk en við hættum aldrei og það er það sem ég er svo ánægður með, við höldum alltaf áfram,” endaði Jón Þórir á að segja.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti