Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2024 09:00 Theodór Elmar Bjarnason hefur lent í ýmsu á 20 ára ferli sínum sem telur sex lönd. Vísir/Vilhelm Hótanir liðsfélaga, partýstand og mannskæður jarðskjálfti er á meðal þess sem er eftirminnilegt frá 20 ára fótboltaferli Theodórs Elmar Bjarnasonar sem taldi sex lönd. Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar. Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Theodór Elmar á skrautlegan feril að baki og var víðförull. Atvinnumannaferillinn byrjaði þegar hann var aðeins 17 ára og hélt til Glasgow í Skotlandi til að spila með stórliði Celtic þar sem hann hitti miklar hetjur og litríka karaktera á við Roy Keane, Thomas Gravesen og Neil Lennon, sem varð síðar stjóri liðsins. „Ég man eitt skiptið þá klobbaði ég Neil Lennon á æfingu og hann hvíslaði að mér: Ef þú gerir þetta aftur brýt ég á þér fæturna,“ segir Theodór Elmar. Það voru engir smá karakterar sem Theodór Elmar æfði með hjá Celtic á sínum tíma. Roy Keane og Neil Lennon þar á meðal.Getty Mikið partýstand fyrstu árin Meiðsli settu strik í reikninginn í Skotlandi og þá gekk á ýmsu utan vallar. Sama var uppi á teningunum hjá Lyn í Osló. „Það var mjög mikið partýstand á manni á þessum tíma þegar maður var ungur. Það var bara jafn gaman í Osló og Glasgow fyrir mér. Það er kannski hluti af því að maður meikaði það ekki hjá Celtic, að það var of mikið líf og fjör utan vallar,“ segir Elmar. Það var mikið fjör á djamminu fyrstu árin, í Glasgow og Osló.Getty Launalaus í heimsfaraldri Hvað eftirminnilegast er þá strembinn tími í Tyrklandi. Theodór Elmar fékk þá ekki laun frá félagi sínu í miðjum heimsfaraldri þegar mannskæður jarðskjálfti skók borgina Izmir, hvar hann bjó með fjölskyldunni. „Það var áskorun að vera bæði í Tyrklandi og Grikklandi þegar Covid kom. Sonur minn mátti ekki fara í einhverjar sex vikur og við föst inni hjá okkur. Svo var ég ekki að fá laun á sama tíma. Það var alveg áskorun,“ „En saman komumst við í gegnum þetta. Svo horfir maður til baka hvað þetta var súrrealískt og eiginlega bara fyndið að hafa upplifað þetta,“ segir Elmar. Til að bæta gráu ofan á svart varð einn stærsti jarðskjálti síðari tíma í borginni Izmir þegar Elmar og fjölskylda bjó þar. Jarðskjálftinn varð fyrir sléttum fjórum árum, 30. október 2020, og dró 119 manns til bana. „Við lentum á sama tíma í einhverjum stærsta jarðskjálfta í Izmir, upp á 7,1. Það dó fullt af fólki í kringum mann. Þá var maður bara þakklátur að hafa haft efni á byggingu sem stóð þetta af sér. Það var ekkert grín að vera uppi á 23. hæð dúandi um í þvílíkum jarðskjálfta. Maður man alveg eftir því. Annars, fyrir utan það, hefur þetta eiginlega verið eins og draumur, allur ferillinn,“ segir Elmar.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Besta deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira