„Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. nóvember 2024 12:00 Birkir Már grínast með að Willum Þór eigi að snúa aftur í boltann. Sá eigi mikið að gera með farsælan fótboltaferil þess fyrrnefnda. Vísir/Samsett Birkir Már Sævarsson kveðst eiga heilbrigðisráðherra mikið að þakka fyrir langan og farsælan knattspyrnuferil. Jafnvel sé kominn tími á að hann fari aftur út á æfingavöll. Birkir Már lagði knattspyrnuskóna á hilluna á dögunum, 39 ára gamall, eftir 20 ára feril. Síðasti leikurinn var 6-1 sigur Vals á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Klippa: Birkir Már gerir upp ferilinn Þjálfarar Birkis Más eru margir eftir svona langan feril. Einn stendur öðrum ofar. Birkir segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, eiga mikið í sínum ferli, án hans væri hann að sprikla í neðri deildum. „Þeir standa allir upp úr á sinn hátt. En Willum er sá sem gerði mig að bakverði og var þjálfari þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst hann geggjaður, hann er alltaf í miklu uppáhaldi. Óli Jó er líka mjög eftirminnilegur og skemmtilegur. Svo Lars og Heimir, þetta eru einhvern veginn allir,“ segir Birkir. „Willum er alltaf aðeins efst í huga hjá mér af því það var hann sem sá bakvörðinn í mér. Ef ég hefði ekki orðið bakvörður, þá hefði ég sennilega verið kantmaður í 1. eða 2. deild, max. Það var helvíti mikið gæfuspor að hann hafi séð að ég gæti spilað bakvörð,“ Þarf Willum þá ekki að fara að snúa aftur á völlinn? „Er þetta ekki komið gott af pólitík og setja hann út á völl aftur? Ég held að það sé kominn tími til,“ segir Birkir Már kímnislega. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst í greininni. Einnig má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu, þar á meðal hér að neðan. Valur Framsóknarflokkurinn Alþingi Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. 25. október 2024 08:55 Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. 2. nóvember 2024 08:02 „Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. 26. október 2024 19:41 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Birkir Már lagði knattspyrnuskóna á hilluna á dögunum, 39 ára gamall, eftir 20 ára feril. Síðasti leikurinn var 6-1 sigur Vals á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Klippa: Birkir Már gerir upp ferilinn Þjálfarar Birkis Más eru margir eftir svona langan feril. Einn stendur öðrum ofar. Birkir segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, eiga mikið í sínum ferli, án hans væri hann að sprikla í neðri deildum. „Þeir standa allir upp úr á sinn hátt. En Willum er sá sem gerði mig að bakverði og var þjálfari þegar ég vann fyrsta Íslandsmeistaratitilinn. Mér finnst hann geggjaður, hann er alltaf í miklu uppáhaldi. Óli Jó er líka mjög eftirminnilegur og skemmtilegur. Svo Lars og Heimir, þetta eru einhvern veginn allir,“ segir Birkir. „Willum er alltaf aðeins efst í huga hjá mér af því það var hann sem sá bakvörðinn í mér. Ef ég hefði ekki orðið bakvörður, þá hefði ég sennilega verið kantmaður í 1. eða 2. deild, max. Það var helvíti mikið gæfuspor að hann hafi séð að ég gæti spilað bakvörð,“ Þarf Willum þá ekki að fara að snúa aftur á völlinn? „Er þetta ekki komið gott af pólitík og setja hann út á völl aftur? Ég held að það sé kominn tími til,“ segir Birkir Már kímnislega. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst í greininni. Einnig má hlusta á það á öllum helstu hlaðvarpsveitum í Besta sætinu, þar á meðal hér að neðan.
Valur Framsóknarflokkurinn Alþingi Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. 25. október 2024 08:55 Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. 2. nóvember 2024 08:02 „Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. 26. október 2024 19:41 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Tókst á við einmanaleikann með vinnu í Valsheimilinu Eftir grasekkilslíf og húsvarðastörf samhliða fótboltanum síðustu mánuði hlakkar Birki Má Sævarsson til tímamóta helgarinnar þegar hann leikur sinn síðasta leik fyrir Val. Við tekur strangheiðarleg atvinnuleit í Stokkhólmi strax eftir helgi. 25. október 2024 08:55
Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Birkir Már Sævarsson lauk knattspyrnuferli sínum um síðustu helgi þegar hans menn í Val unnu 6-1 sigur á ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla. Birkir Már í atvinnumennsku í rúman áratug og er á meðal leikjahærri manna í sögu landsliðsins. 2. nóvember 2024 08:02
„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. 26. október 2024 19:41