Samkeppnin ógnar sumum! Sverrir Einar Eiríksson skrifar 21. maí 2022 09:31 Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar