Samkeppnin ógnar sumum! Sverrir Einar Eiríksson skrifar 21. maí 2022 09:31 Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun