Framsókn og VG einkavæða heilbrigðiskerfið Gunnar Smári Egilsson skrifar 20. maí 2022 13:30 Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Sósíalistaflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Undir forystu Framsóknarflokksins og með blessun VG stendur til að einkavæða eina af stærri deildum Landspítalans, öldrunardeildina á Vífilsstöðum þar sem um 45 sjúklingar njóta aðhlynningar. Forstjóri spítalans réttlætti þetta með því að þessi deild væri nú ekki flokkuð sem kjarnastarfsemi og að spítalinn ætti erfitt með að manna aðrar deildir. Þetta eru skrítin rök. Það er eins og maðurinn trúi að einkavæðing skapi fólk. Eða að einkafyrirtæki finni leið til að láta sjúklingana 45 sjá um sig sjálfa. Einkavæðing er engin lausn Einkavæðing opinberrar þjónustu hefur hvergi leitt til sparnaðar fyrir almenning né betri þjónustu. Það eina sem gerist við einkavæðingu er að einkafyrirtæki fá tækifæri til að sjúga arð upp úr heilbrigðisþjónustu eða öðrum opinberum rekstri. Hluti skattgreiðslna almennings rennur þá til einkafyrirtækja. Þetta er drifkrafturinn að baki einkavæðingar; að færa skattfé almennings til hinna ríku. Sitjandi ríkisstjórn stefnir í að verða mesta einkavæðingarstjórn sögunnar. Hún hefur einkavædd Íslandsbanka þvert á vilja almennings. Sigurður Ingi innviðaráðherra er með stórkostleg áform um einkavæðingu vegakerfisins. Og nú er Willum Þór heilbrigðisráðherra að stíga stórt skref í átt að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Krísan er verk ráðherra Í stað þess að taka á vanda heilbrigðiskerfisins, sem er afleiðing langvarandi vanrækslu stjórnvalda, hafa ráðherrarnir afvegaleitt umræðuna og haldið fram að staðan sé afleiðing af rekstrarformi eða slælegri stjórnun. Ráðherrarnir hafa sakað heilbrigðisstarfsfólk um að hafa valdið skaðanum sem ráðherrarnir sjálfir bera alla ábyrgð á. Því miður hafa fjölmiðlar leyft ráðherrunum að komast upp með þessa svívirðu. Og þegar heilbrigðisstarfsfólk hefur stigið fram og lýst raunverulegri stöðu heilbrigðiskerfisins hefur það orðið fyrir ákúrum frá starfsfólki ráðuneyta. Það á að halda sannleikanum frá almenningi. En hver er tilgangurinn? Hann er sá að nota krísu heilbrigðiskerfisins, sem ráðherrarnir sjálfir hafa skapað, til að flytja hluta þjónustunnar frá hinu opinbera yfir til einkaaðila. Markmiðið er að markaðsvæða, einkavæða og síðan arðgreiðsluvæða heilbrigðiskerfið svo hin fáu ríku geti auðgast enn frekar. Í fyrstu eru einstakar deildir flutta til auðvaldsins og síðan kerfið allt. Gagnbylting hinna ríku Það er sorglegt að Framsóknarflokkurinn, sem á uppruna sinn að rekja til samvinnuhreyfingarinnar, skuli nú vera í forystu einkavæðingar opinberrar þjónustu. Og það er grátlegt að VG, sem á rætur að rekja til verkalýðshreyfingarinnar, skuli blessa þetta. Þetta eru þær hreyfingar sem byggðu upp réttindi almennings, velferðarkerfið sem varði fólk gegn ógnarvaldi auðsins. Það er ekkert skrítið við að Sjálfstæðisflokkurinn vilji brjóta niður opinbera þjónustu, sterk öfl í þeim flokki voru ætíð á móti samtryggingarkerfi ríkisvaldsins, andsnúinn almannatryggingum, opinberu heilbrigðiskerfi og velferðarkerfinu almennt. Spurning dagsins er: Hvers vegna er Framsókn og VG að framfylgja stefnu klíkunnar sem stýrir Sjálfstæðisflokknum um niðurbrot opinberar þjónustu og velferðarkerfisins? Hvers vegna eru flokkar stærstu almannahreyfinga síðustu aldar nú að reka gagnbyltingu hinna ríku, að brjóta aftur sigra almennings og færa öll yfirráð í samfélaginu til hinna fáu ríku og valdamiklu? Getur þú svarað því? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun