Atkvæðum kastað á glæ? Ómar Már Jónsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun