Veldu Viðreisn Árni Stefán Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:45 Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun