Veldu Viðreisn Árni Stefán Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:45 Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun