Það sem ekki sést í heilbrigðiskerfinu Sólveig Bjarney Daníelsdóttir skrifar 13. maí 2022 13:31 Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Í dag eru langflestar heilsugæslustöðvar reknar af sveitarfélögunum. Á þessum stöðvum er veitt svokölluð fyrsta stigs þjónusta en þangað á fólk að geta leitað til að fá aðstoð við andlegum og líkamlegum kvillum. Í seinni tíð hefur mörgum verið tíðrætt um að búið sé að efla þjónustuna a heilsugæslum fyrir þá sem leita þangað með andleg veikindi. Í því samhengi má nefna að stór hluti af þeim geðlæknum, sem hafa hætt á Landspítalanum síðustu tvö árin, hafi fært sig yfir í störf á heilsugæslunum til dæmis í geðheilsuteymunum, geðráðgjöf fyrir heimilislækna og fleira. Samhliða þessu hafa margir sálfræðingar verið ráðnir inn á heilsugæslustöðvarnar til að sinna þessari þjónustu. Þrátt fyrir þessa viðbót hefur þjónusta gagnvart einstaklingum með andleg veikindi ekki aukist inni á stöðvunum eins og ætla mætti. Ríkisendurskoðun réðist í gerð skýrslu um stöðu heilbrigðismála á Íslandi og var hún birt í apríl 2022. Þar kom fram að meðalbiðtími eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá heilsugæslum landsins væri upp undir eitt ár. Ef rétt væri að öllu staðið ætti heilsugæslurnar að geta gripið þessa einstaklinga miklu fyrr en ekki þegar veikindin eru orðin það mikil að þörf sé að aðkomu Landspítalans. Samhliða því ætti aðflæði að geðheilbrigðisþjónustu á Landspítalanum að minnka. Þetta hefur ekki gerst, þvert á móti hefur aðflæðið að Landspítalanum aukist. Sem dæmi um það má sjá aukningu í komu veikra á Bráðaþjónustu geðsviðs síðastliðna mánuði, þar sem meðaltals koma á dag sjö daga vikunnar hefur verið um 15 einstaklingar sem telst mikið fyrir lágmarks mönnun. Aðflæðið hefur ekki bara aukist, heldur er fólkið sem kemur þangað veikara en það þyrfti að vera ef viðeigandi þjónusta hefði fengist fyrr. Vert er að hafa í huga að veita skal rétta þjónustu á réttum stað til að ná sem besta árangri. Greinilegt er að ekki hefur tekist að standa við þetta, þrátt fyrir ráðningar á hinum ýmsu sérfræðingum. Þetta er enn eitt dæmið um hinn mikla vanda sem á sér stað innan borgarinnar, þar sem rekstur og þjónusta heilsugæslustöðvanna er engan vegin í samræmi við óskir og þarfir þeirra sem þangað leita. Settu X við M á morgun svo ég geti lagað þessi mál. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri Bráðaþjónustu geðsviðs og skipar 3. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar