Húsnæðisvandi ungs fólks Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 13. maí 2022 10:41 Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun