Oddvitar Framsóknarflokksins boða ekki farsæld fyrir öll börn Lúðvík Júlíusson skrifar 12. maí 2022 11:15 Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Oddvitar Framsóknarflokksins skrifa saman grein um farsæld fyrir börn, “Farsæl born á höfuðborgarsvæðinu.” Ég verð að benda á nokkrar staðreyndarvillur í málflutningi þeirra. Þeir fara ekki með rétt mál. Þeir skrifa: „Þau lög [farsældarlögin] boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.” og „.. einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra” Þetta er rangt. Hið rétta er að þjónustan er takmörkuð við lögheimili barns. Enn er gert ráð fyrir því að foreldri sem fær barn í umgengni, viku-viku og deilir forsjá með hinu foreldrinu hafi ekki rétt á að sækja um þjónustu, fá að vera með þegar þjónusta er veitt, fá að vera á teymisfundum, fá upplýsingar með eðlilegum hætti og vera barni sínu til halds og trausts. Foreldrið fær ekki einu sinni málastjóra eða tengilið. Hér er ekki hugsað um hagsmuni barnsins. Það hafa ekki öll börn eða foreldrar sem á þurfa að halda aðgang að þjónustu án hindrana og að þjónustan komi til barnsins. Svo ég bendi aftur á svör sem ég hef fengið við fyrirspurnum mínum: „Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna fela ekki í sér breytingar á rétti til aðgangs að einstökum þjónustuþáttum og fela því ekki í sér aðgengi allra foreldra að allri þjónustu fyrir barnið.“ og „Aðkoma þeirra [foreldra] er mismunandi eftir því hver staða þeirra er á grundvelli annarra laga og reglna.“ Ekkert að gerast í málefnum barna með fötlun Þegar frumvarp um ”skipta búsetu” var samþykkt þá átti að skipa nefndir sem áttu að fjalla um stöðu fatlaðra barna sem búa á tveimur heimilum. Í lögunum stendur: „Hver starfshópur skili niðurstöðum sínum eigi síðar en 1. október 2021. Ráðherra í hverju ráðuneyti leggi, eftir atvikum, fram frumvarp sem byggist á niðurstöðum viðkomandi starfshóps eigi síðar en 1. nóvember 2021.” Enginn starfshópur hefur skilað niðurstöðu og ekkert frumvarp hefur litið dagsins ljós. Það er ekkert að gerast í þessum málum. Oft geta þetta verið fordómar sem stöðva okkur. Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki þjónustu á grundvelli litarháttar þess? Finnst okkur í lagi að heyra að barn fái ekki viðunandi þjónustu vegna þess að foreldrar búa ekki saman? Á Íslandi í dag eru börn ekki að fá þjónustu vegna hjúskaparstöðu foreldra. Finnst ykkur það í lagi? Það eru ekki foreldrarnir sem eru að deila heldur er þetta einföld ákvörðun sveitarfélags sem hindrar þátttöku, fulla aðild foreldra og rétt barns til þroska. Í Kópavogi, þar sem Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta þá er það yfirlýst stefna að aðeins lögheimilisforeldri barns geti sótt um og fengið þjónustu. Þjónustan er aðeins veitt því foreldri sem sækir um. Spáið í því hvað þetta er siðferðilega rangt og einkennilegt að hafna því að veita foreldrum og barni þjónustu og stuðning. Þau börn sem búa á tveimur heimilum eru oft í viðkvæmri stöðu vegna mikillar umönnunarbyrði, mikils kostnaðar, lágra tekna foreldra o.s.fr.v. Hvers vegna eru engar tillögur og engin frumvörp sem tryggja þátttöku þessara barna og foreldra þeirra í úrræðum í farsældarlögunum? Framsóknarmenn vita að farsældin nær ekki til allra barna Framsóknarmenn vita af þessum ágöllum. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar hefur bent á að lög tryggi ekki réttindi þessara barna og að það brjóti á réttindum þeirra sem barnasáttmáli SÞ á að tryggja þeim. Umboðsmaður Alþingis segir að engin lög veiti foreldrum(jafnvel forsjárforeldrum) hafi þeir ekki lögheimili barna sinna aðild að málum og þjónustu og jafnvel Persónuvernd hefur úrskurðað um réttindaleysi barna og foreldra. Ég hef áður skrifað um þessi mál og óskað eftir því að heyra í fólki ef það telur að ég hafi rangt fyrir mér. Enginn hefur haft samband til að leiðrétta mig. Ég býð oddvitum Framsóknarflokksins að hafa samband við mig ef þeir telja eitthvað af því sem ég skrifa vera rangt. Hvers vegna fá ekki öll börn að vera með? Framsóknarflokkurinn ætti að tala minna og vinna meira. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun