Framsókn til framtíðar í atvinnumálum í Fjarðabyggð Arnfríður Eide Hafþórsdóttir skrifar 12. maí 2022 09:15 Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er stundum sagt að þeir sem vilji fá raunhagkerfið í æð ættu að bóka sér ferð til Fjarðabyggðar – og það er ekki orðum aukið. Sveitarfélagið getur verið einstaklega stolt af þeirri staðreynd að atvinnulífið hér er einn af burðarásum verðmætasköpunar á Íslandi. Hin öflugu fyrirtæki sem hér eru m.a. í sjávarútvegi, álframleiðslu og fiskeldi framleiða gríðarlegt magn verðmæta sem skipta sköpum fyrir íslenskt efnhagslíf. Horfum til grænnar framtíðar Við í Framsókn segjum að samfélag sé samvinnuverkefni og það að brjóta niður múra og leiða fólk úr ólíkum áttum saman sé til þess fallið að styrkja samfélagið. Á sama tíma og hlúa þarf vel að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru Fjarðabyggð, vill Framsókn horfa fram á veginn, og skjóta fjölbreyttari og framsæknum stoðum undir atvinnulífið. Þar eru málefni um Grænan orkugarð á Reyðarfirði og uppbygging á honum skýrasta dæmið. Verkefni er stórt, á alla mælikvarða, og mun hafa verulega jákvæð áhrif á samfélagið hér í Fjarðabyggð. Framsókn í Fjarðabyggð vill að sveitarfélagið verði leiðandi samfélag þegar kemur að framleiðslu á orku til orkuskipta. Framsókn í Fjarðabyggð mun leggja höfuðáherslu á áframhaldandi þróun og uppbyggingu Græns orkugarðs og grænar fjárfestingar í atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu. Störf án staðsetninga Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu. Í Byggðaáætlun er gert ráð fyrir að fjöldi starfa á vegum hins opinbera sé auglýstur sem störf án staðsetningar, og við sjáum í auknum mæli störf auglýst þannig. En við þurfum að vera tilbúinn að taka á móti fólki sem kýs að búa hér en starfa annarsstaðar, til staðar þurfa að vera vinnuaðstaða sem er ákjósanleg. Samvinnuhúsið Múlinn í Neskaupstað er frábært dæmi um slíkt. Þar geta aðilar úr ólíkum áttum komið saman, haft aðstöðu til að vinna á ólíkum sviðum, en samt tilheyrt ákveðinni heild. Verkefni eins og Múlinn stuðlar að jákvæðri þróun í atvinnumálum og eykur aðdráttarafl fyrir svæðið. Við í Framsókn ætlum að hvetja og styðja við fleiri klasa og samvinnuhúsa starfsemi í öðrum hverfum sveitarfélagsins með því að ýta undir með öllum ráðum að slík hús rísi í fleiri byggðarkjörnum. Það ætlum við að gera til dæmis með því að leita eftir aðilum til slíks reksturs og greiða fyrir því með öðrum hætti fyrir. Þá er mikilvægt að tryggt verði að farið verði í ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Fjarðabyggð sem fyrst. Eigi störf án staðsetningar að vera raunverulegur valkostur þarf að huga að þessum þætti tryggja að lagningu ljósleiðara ljúki sem fyrst í öllum byggðakjörnum. Skýr framtíðarsýn Framsókn í Fjarðabyggð vill leggja sín lóð á vogarskálarnar til að gera öflugt atvinnulíf í Fjarðabyggð enn öflugra og við viljum sækja fram á þeim vettvangi. Við þurfum að auka fjölbreytnina og leita allra leiða til að aðstoða ný fyrirtæki, stór og lítil, við að hasla sér völl. Tækifærin eru til svo sannarlega til staðar - það er okkar að nýta þau og það vill Framsókn í Fjarðabyggð gera. Sitjum X við B á kjördag, fyrir kraftmikla forystu og skýra framtíðarsýn í atvinnumálum í Fjarðabyggð Höfundur er mannauðs- og öryggistjóri, og situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar