Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun