Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar