Verum saman í sókn jafnaðarmanna! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 12. maí 2022 12:00 Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag. Það er kominn tími til að breyta og kalla Samfylkinguna, jafnaðarmannaflokk Íslands, að stjórn mála í Hafnarfirði. Og það er vaxandi vilji í bænum að hvíla lúinn meirihluta Sjálfstæðisflokksins sem hefur farið með stjórn mála síðustu átta árin, án þess að megna að leysa úr mikilvægum verkefnum. Við jafnaðarmenn og -konur komum til dyranna eins og við erum klædd. Við bjóðum fram afar kröftugan framboðslista þar sem er góð blanda kvenna og karla á öllum aldri, þar sem reynsla og ferskleiki blandast vel, mismunandi bakgrunnur, en umfram allt mikill vilji til að vinna bænum sínum vel á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Við erum bjartsýn og framsýn í fallegum bæ og bönkum upp á hjá bæjarbúum þessa dagana með rauðu rósina, sem er tákn okkar jafnaðarmanna. Við göngum í verkin Það er sannarlega verk að vinna víða. Við munum rífa upp íbúðabyggð í Hafnarfirði, þar sem ólík íbúðaform verða í boði, ekki síst þar sem óhagnaðardrifin samtök koma að verki. Aukin áhersla á félagslegar íbúðir og leiguíbúðr. Og hafnfirskir verktakar fá þar verkefni. Og einstaklingar sem vilja reisa sín hús. Þannig verður ungu fólki og eldra gert kleift að koma þaki yfir sig og sína. Það verður aldrei aftur fólksfækkun í Hafnarfirði eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili. Við munum líka sjá til þess að reistar verði þjónustuíbúðir fyrir aldraða á Sólvangssvæðinu; allt að 100 íbúðir. Og hefja undirbúning að byggingu hjúkrunarheimilis á Völlunum. Við ætlum að reisa knatthús Hauka og reiðskemmu Sörla; verkefni sem hafa velkst í kerfinu síðustu fjögur árin. Við ætlum að þjónustu yngstu leikskólabörnin og koma þeim í skjól og eiga samstarf við starfsfólk leikskólanna sem og dagforeldra. varðandi vistun yngstu barnanna. Við ætlum að tryggja og bæta þjónustu við fatlaða. Og við ætlum að styrkja fjárhagsstöðu bæjarins, án þess að þurfa að selja eignir bæjarbúa. Það gerðu sjálfstæðis-/framsóknarmenn á kjörtímabilinu, þegar þeir seldu HS veitur í tilraun til að bjarga fjárhag bæjarsjóðs. Sú sala minnti mjög á sölu sömu flokka á Íslandsbanka á dögunum, þegar öll framkvæmdin var í leynd og upplýsingar af skornum skammti. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem bíða úrlausnar í Hafnarfirði á komandi misserum og við jafnaðarmenn erum svo sannarlega tilbúnir að takast á við þau og önnur sem gera Hafnarfjörð að betri bæ, að fyrirmyndarbæ. Verum saman í sókninni. Traust á fólki Stór og öflugur flokkur jafnaðarmanna er eina vísa leiðin til að hvíla þreyttan meirihluta. Mikil dreifing atkvæða gæti viðhaldið honum. Þess vegna er svo mikilvægt að Samfylkingin fái sterka kosningu. Skoðanakannanir eru skoðanakannanir. En þær segja okkur, að Hafnfirðingar flykkjast að jafnaðarmönnum. Kosningarnar sjálfar verða á laugardaginn. Ég hvet Hafnfirðinga til að nýta kosningaréttinn og kalla okkur jafnaðarmenn til starfa og forystu. Fólk vill sjá Hafnarfjörð fyrir alla, þar sem enginn er útundan. Kosningar snúast um traust á flokkum og einstaklingum í forystu. Jafnaðarmenn efna loforð. Ég og mitt fólk vinnum með fólki að betri bæ. Gleðilegan kosningadag á laugardaginn - með jafnaðarmönnum. XS að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands, í Hafnarfirði og fyrrum bæjarstjóri Í Firðinum.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar