Er flokkunum sem vinna gegn Reykjavík treystandi til að stjórna Reykjavík? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. maí 2022 15:16 Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er með lægsta skuldahlutfall sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og stendur betur fjárhagslega heldur en hin stóru sveitarfélögin á Íslandi. Það er nánast sama hvaða mælikvarði er notaður, alltaf kemur Reykjavík best út. Þannig er staðan þrátt fyrir að borgin standi undir miklum meirihluta allrar fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga á Íslandi og Reykvíkingar verji miklu meiri fjármunum til félagsþjónustu almennt en aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík er líka með lægstu leikskólagjöldin af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins, greiðir einna hæstu fjárhagsaðstoðina til þeirra sem þurfa á henni að halda, ber hitann og þungann af þjónustu við heimilislaust fólk og er í fararbroddi þegar kemur að félagslegri húsnæðisuppbyggingu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Reykjavíkurborg stendur vel af því að Reykjavíkurborg er vel stjórnað. Þær rekstrarlegu áskoranir sem borgin stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af skakkri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tregðu löggjafans til að leiðrétta hana. Þá líða Reykjavík og fleiri sveitarfélög fyrir óábyrga fjármála- og efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í landsmálunum á vakt Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins síðastliðinn áratug. Í henni felst m.a. að skorið er niður bakdyramegin og verkefni á sviði velferðar- og menntamála færð yfir á sveitarstjórnarstigið án þess að fjármagn og tekjustofnar fylgi. Þetta kemur einna harðast niður á stærsta sveitarfélaginu sem er að miklu leyti með félagsþjónustu alls höfuðborgarsvæðisins á herðunum, Reykjavíkurborg. Þegar stjórnmálaflokkarnir sem bera ábyrgð á einmitt þessu tromma fram í borginni með kosningaloforð um að bæði stórbæta þjónustu og lækka skatta strax; þegar flokkar sem standa fyrir niðurskurði í ríkisframlögum til félagslegrar húsnæðisuppbyggingar og grafa undan húsnæðisstuðningi með ójafnaðarstefnu kynna sjálfa sig sem lausn á húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins; og þegar flokkur sem stendur vörð um fjárhagslega mismunun gagnvart grunnskólabörnum í Reykjavík segist ætla að setja börn í fyrsta sæti við stjórn Reykjavíkurborgar – þá sjá auðvitað kjósendur í gegnum loddaraskapinn. Flokkar sem vinna gegn Reykjavík og hagsmunum Reykvíkinga eiga ekki að koma nálægt stjórn Reykjavíkur. Það er ábyrgð okkar sem er annt um heilbrigða borgarþróun á félagslegum forsendum að fjölmenna á kjörstaði næsta laugardag og tryggja meirihlutanum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar sterkt umboð til að gera góða borg ennþá betri. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar