Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson og Orri Hlöðversson skrifa 11. maí 2022 13:15 Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Orri Hlöðversson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun