3000 íbúðir á ári Einar Þorsteinsson skrifar 10. maí 2022 19:00 Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar