3000 íbúðir á ári Einar Þorsteinsson skrifar 10. maí 2022 19:00 Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Framsóknarflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihlutanum í Reykjavíkurborg hefur tekist að ná einstökum árangri. Hann hefur á undanförnum árum margbætt Íslandsmet í fasteignaverðshækkunum, svo eftir er tekið. Þegar ávöxtun á þeim fjárfestingum sem einstaklingar fara í til að eiga þak yfir höfuðið er hærri en gengur og gerist í verðbréfaviðskiptum erlendis er eitthvað orðið að. Einbýlishús finnast vart á markaði undir 100 milljónum, sérbýli er almennt nánast ófáanlegt og litlar íbúðir í fjölbýlishúsum eru farnar að kosta það sama og einbýlishús í grónum hverfum gerðu fyrir 5-10 árum síðan. Eldra fólk er í miklum mæli að styðja uppkomin börn sín í fasteignakaupum enda getur útborgun fyrir íbúð numið á annan tug milljóna. Þannig er gengið á eftirlaunasjóð þeirra sem bundinn er í húsnæði til að kaupa íbúð á uppsprengdu verði. Allir tapa á þessu. Stefna meirihlutans sem leiddur er af Samfylkingunni kemur því verst niður á þeim tekjulægri og yngra fólki en einnig eldra fólki. Flóttinn úr borginni Þetta himinháa húsnæðisverð og skortur á fjölbreyttum eignum inn á markaðinn hefur gert það að verkum að barnafjölskyldur sem þurfa að stækka við sig hafa flúið höfuðborgina. Tölur frá Hagstofunni sýna að fólk færir sig í auknum mæli yfir á svæði þar sem fasteignaverð er lægra og framboð á sérbýli er meira. Reykjanesbær, Akranes, Hveragerði og Árborg taka við þeim sem borgin hefur ekki gert ráð fyrir. Það mun til að mynda fjölga um 1800 íbúa í Árborg á þessu ári. Þetta er vegna þess að Reykjavík hefur ekki rækt skyldur sínar þegar kemur að lóðaframboði og tryggja að fjölbreyttir kostir séu þar í boði. Það þarf að hugsa fram í tímann og hugsa um fleira en þéttingu byggðar. Það sem Framsókn ætlar að gera Það sem við í Framsókn ætlum að gera er að tryggja að hér sé nægilegt framboð af lóðum á hverjum tíma fyrir mismunandi tegundir af húsnæði. Það þarf að tryggja nægilegt magn af fjölbýlishúsalóðum fyrir verktaka, leigufélög og fyrir félagslegt húsnæði. Það þarf að líka að úthluta lóðum fyrir sérbýli, einbýlis-, rað- og parhús. Við viljum skipuleggja lóðir svo hægt sé að byggja allt að 3000 íbúðir. Því fylgja ýmsar skyldur að vera höfuðborg. Reykjavík þarf að axla ábyrgð að vera leiðandi í framboði á lóðum. Það er eðlilegt því hér í borginni er mesta byggingarlandið. Fólk þarf að hafa val um að búa eins og það vill. Þetta ætlum við í Framsókn að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun