Ósýnilega fólkið í Reykjavík Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. maí 2022 11:30 Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar