Ósýnilega fólkið í Reykjavík Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. maí 2022 11:30 Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að framboð á húsnæði til kaups hefur verið viðvarandi vandamál í langan tíma í Reykjavík og verð á húsnæði hefur hækkað umfram allt. Óháð framboðsskortinum er stór hópur fólks sem hefur verið án húsnæðis í langan tíma. Ósýnilega fólkið. Heimilislausir. Við í Framsókn reiknum ekki með að heimilislausir bruni á kjörstað 14. maí en eins og með aðra hópa í borginni þá ber okkur skylda til að huga að málefnum þessa hóps. Samfélög eru dæmd af framkomu við hetjurnar sem há sínar orrustur á götunni á hverjum degi fyrir lífi sínu. Okkur ber skylda til þess að tryggja heimilislausum athvarf. Þak yfir höfuðið. Öryggi. Sérfræðingar segja að heimilisleysi sé oftar en ekki afleiðing áfalla sem fólk hefur orðið fyrir og sífellt fleiri rannsóknir segja okkur að langflestir sem séu á götunni hafi orðið fyrir einhvers konar áföllum. Við í Framsókn viljum bæta aðstæður þessa hóps. Reykjavíkurborg hefur eytt hundruðum milljóna króna í smáhýsi sem hafa annað hvort verið sett niður á vonlausum stöðum fyrir fólkið eða alls ekki sett í notkun. Að minnsta kosti 10 smáhýsi hafa staðið fullbúin en óhreyfð í þrjú ár á geymslusvæði þar sem pólitískan kjark hefur skort til þess að finna þeim stað. Við í Framsókn viljum hafa búsetuúrræði fyrir heimilislausa sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja og helst að hafa þessi úrræði í öllum hverfum borgarinnar - en ekki þar sem almenningssamgöngur og önnur þjónusta eru hvergi sjáanleg. Það er ekki forsvaranlegt að fela heimilislausa enn frekar með því að koma þeim fyrir úti í móa. Á sama tíma þurfum við að koma fram með raunhæfar lausnir á öðrum þeim vanda sem oft fylgir því að vera heimilislaus, en það er fíknivandinn. Það eru til leiðir til þess að draga úr vandamálum sem fylgja fíknisjúkdómum og þar verðum við að vera hugrökk, hlusta á hópinn sem á að þjónusta og ráðast í aðgerðir sem henta og þjóna hópnum. Reykjavíkurborg verður að styðja við hvers konar starfsemi sem tekur við fólki að meðferð lokinni. Aðskilja þarf annars vegar edrú-miðaða þjónustu og hins vegar skaðaminnkandi úrræði. Hvort tveggja mikilvæg úrræði sem þurfa að vera til staðar. Allra best væri að þessi vandi allur yrði upprættur en það er stærra mál og myndi þurfa mjög afgerandi, snemmtæka íhlutun til þess að eiga einhvern möguleika á því, en það er efni í aðra grein. Er ekki kominn tími á breytingar í Reykjavík? Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti á lista Framsóknar til borgarstjórnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun