Pappatré í Paradís Sóley Kaldal skrifar 7. maí 2022 08:15 Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Töluverð fólksfjölgun hefur orðið á undanförnum árum í kringum Laugardalinn enda eftirsóttur staður til búsetu, miðsvæðis í borginni. Þéttingu byggðar hefur verið vel tekið og íbúar virðast almennt fagna þeirri stefnu með fjölbreyttum samgöngukostum, grænum lausnum og aukinni þjónustu í nærsamfélagi. Það er einnig greinilegt að gildi íþróttaiðkunar er í hávegum haft hjá fjölskyldum svæðisins. Börnin okkar flykkjast í íþróttir og félögin Ármann og Þróttur hafa svarað þessu kalli með því að byggja upp frábært yngriflokkastarf. Þau eru nú með mesta iðkendafjölda á höfuðborgarsvæðinu – og þótt víðar væri leitað. Þá er nú aldeilis frábært að þessi þróun eigi sér stað í íþróttaparadísinni Laugardal þar sem vart er þverfótað fyrir íþróttamannvirkjum. En bíddu nú við. Hvar æfa börnin okkar í þessum garði allsnægta? Hér og þar og hvergi – er stutta svarið. Ólíkt öðrum hverfum borgarinnar þá hafa íþróttafélögin í hverfinu ekkert fjölnota íþróttahús til afnota. Hvað með íþróttasali skólanna? Örsmáir salirnir í Laugarnes- og Langholtsskóla eru frá fyrrihluta síðustu aldar og myndu sóma sér vel á Árbæjarsafni. Laugalækjarskóli hefur svo aldrei átt sitt eigið íþróttahús! Þegar ég var unglingur í hverfinu fyrir síðustu aldamót var bætt aðstaða „rétt handan við hornið“, en við fengum að skondrast í einu horni Laugardalshallarinnar svona þegar hún var ekki í útleigu fyrir ráðstefnur eða aðra viðburði. Það voru eiginlega alltaf viðburðir og við fengum mestmegnis einhæfa þjálfun í útihlaupum. Núna aldarfjórðungi síðar er bætt aðstaða ennþá „rétt handan við hornið“ og til þess að drepa málinu enn frekar á dreif er sífellt verið að draga umræðuna um þjóðarhöll inn í málið. Börnin í Laugarnesinu þurfa ekki þjóðarhöll, þau þurfa bara íþróttahús sambærilegt við þau sem börn annarra hverfa borgarinnar fá að njóta. Borgarstjóri lofaði því á borgarafundi í Laugarnesskóla 2. mars að ef ekki yrði gert ráð fyrir þjóðarhöll í fjármálaáætlun, þá yrði umsvifalaust hafin uppbygging íþróttahúss fyrir börnin í Laugardalnum. Engar skuldbindingar um þjóðarhöll var að finna í fjármálaáætlun svo iðkendur biðu spenntir eftir tilkynningum um eigið hús, en hún kom aldrei. 6. maí var hins vegar undirrituð viljayfirlýsing um byggingu þjóðarhallar í Laugardalnum. Það er ef til vill óþarfi að benda á að viljayfirlýsingar stjórnmálamanna eru ekki bindandi og vægi þeirra þ.a.l. eftir því. Hvað þýðir það fyrir yngri iðkendur? Fá íþróttafélögin í Laugardalnum Laugardalshöllina að gjöf, líkt og Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fullyrti í samtali við mig síðustu helgi? Borgarstjóri, ég spyr þig beint. Og ef svo er, hvenær? Ef nú á að reyna að stinga upp í okkur dúsu með loforði um hlutdeild í þjóðarhöll, þá höfum við ekki áhuga á því að halda áfram að vera aukastærð í húsnæði annarra. Foreldrar í Laugardal munu ekki sitja undir því að börnin þeirra fái ekkert hús meðan meiriháttar framkvæmdir við þjóðarhöll, með tilheyrandi umferð, ónæði og raski verði í nærumhverfi þeirra næstu árin. Þótt annað megi virðast við fyrstu sýn, þá er Laugardalurinn því miður engin vagga íþróttaiðkunar – börnin í hverfinu hafa þurft að láta sér nægja neðstu skúffuna á rykfallinni kommóðu svo áratugum skiptir. Án skýrra loforða, lítur út fyrir að íþróttaparadísin haldi áfram að vera lítið annað en glansandi sviðsmynd fyrir stærstu íþróttaviðburði þjóðarinnar og vettvangur fyrir ýmsa viðburði alls ótengda íþróttum, en þess á milli flagnar málningin af pappatrjánum og börnin í aldingarðinum halda áfram að fá þau skilaboð að það verði sennilega ekki þau sem fái að glansa þar – enda ekki þótt ástæða til að fjárfesta í íþróttaiðkun þeirra. Íbúar hafa árangurslítið reynt að benda borgaryfirvöldum á þessa tímaskekkju um árabil. Nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga upplifa margir að þeir hafi verið dregnir á asnaeyrunum af borgarstjóra. Hvaða flokkur ætlar að klára þetta mál? Höfundur er foreldri í Laugardal.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun