Seðlabankinn hækkar stýrivexti um eina prósentu Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 4. maí 2022 08:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 1 prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. „Efnahagshorfur hafa heldur versnað frá febrúarspá Seðlabankans vegna neikvæðra áhrifa innrásar Rússlands í Úkraínu. Á hinn bóginn eru vísbendingar um talsverðan þrótt innlendra umsvifa. Slakinn í þjóðarbúinu virðist horfinn og spenna tekin að myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir 4,6% hagvexti í ár en að hann verði tæplega 3% á næstu tveimur árum. Verðbólga mældist 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Verðhækkanir eru því á breiðum grunni sem endurspeglast í hraðri aukningu undirliggjandi verðbólgu sem mælist nú ríflega 5%. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað á alla mælikvarða. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga aukist í rúmlega 8% á þriðja fjórðungi ársins sem er 2,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að samspil vaxtahækkana og hertra lánþegaskilyrða muni hægja á verðhækkun húsnæðis og innlendri eftirspurn. Peningastefnunefnd telur líklegt að herða þurfi taumhald peningastefnunnar enn frekar á næstu mánuðum til að tryggja að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara,“ segir í tilkynningunni frá Seðlabankanum. Vefútsending klukkan 9:30 Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu halda kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu á Vísi. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 9. febrúar síðastliðinn og er sú næsta 22. júní. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. 2. maí 2022 19:01 Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. „Efnahagshorfur hafa heldur versnað frá febrúarspá Seðlabankans vegna neikvæðra áhrifa innrásar Rússlands í Úkraínu. Á hinn bóginn eru vísbendingar um talsverðan þrótt innlendra umsvifa. Slakinn í þjóðarbúinu virðist horfinn og spenna tekin að myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir 4,6% hagvexti í ár en að hann verði tæplega 3% á næstu tveimur árum. Verðbólga mældist 7,2% í apríl og horfur hafa versnað verulega. Enn sem fyrr vegur hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Verðhækkanir eru því á breiðum grunni sem endurspeglast í hraðri aukningu undirliggjandi verðbólgu sem mælist nú ríflega 5%. Þá hafa verðbólguvæntingar hækkað á alla mælikvarða. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga aukist í rúmlega 8% á þriðja fjórðungi ársins sem er 2,8 prósentum meiri verðbólga en spáð var í febrúar. Gert er ráð fyrir að samspil vaxtahækkana og hertra lánþegaskilyrða muni hægja á verðhækkun húsnæðis og innlendri eftirspurn. Peningastefnunefnd telur líklegt að herða þurfi taumhald peningastefnunnar enn frekar á næstu mánuðum til að tryggja að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um hversu hátt vextir þurfa að fara,“ segir í tilkynningunni frá Seðlabankanum. Vefútsending klukkan 9:30 Klukkan 9:30 hefst vefútsending þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns nefndarinnar og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu halda kynningu á yfirlýsingu peningastefnunefndar og efni Peningamála. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu á Vísi. Síðasta vaxtaákvörðun Seðlabankans var 9. febrúar síðastliðinn og er sú næsta 22. júní.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Fjármál heimilisins Verðlag Tengdar fréttir Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. 2. maí 2022 19:01 Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Hækkun stýrivaxta skili aðeins „verri kjörum og verri stöðu heimilanna“ Stýrivexti gætu hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni ef spár bankanna ganga eftir. Formaður VR segir slíkt koma sér gríðarlega illa fyrir heimilin í landinu og biðlar til peningastefnunefndar að finna aðrar leiðir. 2. maí 2022 19:01
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27. apríl 2022 11:25