Baráttukveðjur Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. maí 2022 11:02 Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar