Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 1. maí 2022 07:01 Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri þá Reykjavík orðin kolefnishlutlaus, fyrst höfuðborga? Væri hverfisskipulag byggt út frá umhverfissjónarmiðum þar sem fólk fær notið náttúru innan hverfis? Væri Reykjavík borg þar sem almenningssamgöngur eru skilvirkar, notendavænar og betri kostur en annar ferðamáti? Væri næturstrætó enn gangandi? Væru hleðslustöðvar aðgengilegar um alla borg til að auðvelda fólki orkuskipti í rafknúin hjól og bíla? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri hér húsnæðisskortur? Væri ungt fólk fast á heimilum foreldra sinna í mörg ár vegna þess að fasteignaverð er uppsprengt eða myndu öll eiga þess kost að eignast þak yfir höfuðið? Ætli hér væri byggt nógu mikið af stúdentaíbúðum þannig að enginn stúdent myndi þurfa að fara á biðlista eftir heimili? Væri ekki líka komin heimavist fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðið? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára væri grunnþjónusta í 15 mínútna göngu- eða hjólafjarlægð? Þannig að öll geti sótt grunnþjónustu innan hverfis hvort sem það er leikskóli, grunnskóli, sundlaug, kaffi- og veitingahús eða matvöruverslun. Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri þá ekki búið að eyða öllum biðlistum á leikskóla? Væru leikskólarnir ekki með sveigjanlegri opnunartíma til að mæta foreldrum á vinnumarkaði eða í námi? Væri búið að tryggja betra starfsumhverfi leikskólakennara? Myndu foreldrar kannski fá að ráða hvenær á sumrin leikskólabörnin þeirra taka sumarfrí eftir því hvenær hentar fjölskyldunni? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að byggja kerfi sem tekur vel á móti innflytjendum og eykur tækifæri fólks af erlendum uppruna til að nýta hæfileika sína? Væri stutt sérstaklega við nýsköpunarstarf, sprotafyrirtæki og aðra atvinnuuppbyggingu fyrir ungt fólk á þeirra forsendum? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að tryggja öryggi kvenna og alls fólks á djamminu? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri innviðir borgarinnar í lagi? Þannig að grunnskólabörn myndu ekki þurfa að sækja skóla í öðru hverfi vegna myglu í sínum hverfisskóla? Væru ungmennahús í öllum hverfum borgarinnar og félagsmiðstöðvastarf eflt? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að jafna leikinn með því að tryggja að frístundakort barna veiti öllum börnum þess kost að stunda þær tómstundir sem þau dreymir um? Væri ekki búið að byggja upp öfluga íþróttaæfingaraðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og þjóðarleikvang? Við sem erfum ákvarðanir dagsins í dag verðum að vera þátttakendur í ákvarðanatöku sem munu varða okkar framtíð. Það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar og kjósum ungt fólk, að við kjósum Framsókn sem treystir ungu fólki með því að hafa ungt fólk í forystusætum í borginni! Ef þú kýst ekki mun eldra fólk kjósa fyrir þig og ráða þinni framtíð með sinni forgangsröðun á verkefnalista borgarstjórnar. Nýtum kosningaréttinn okkar 14. maí. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri þá Reykjavík orðin kolefnishlutlaus, fyrst höfuðborga? Væri hverfisskipulag byggt út frá umhverfissjónarmiðum þar sem fólk fær notið náttúru innan hverfis? Væri Reykjavík borg þar sem almenningssamgöngur eru skilvirkar, notendavænar og betri kostur en annar ferðamáti? Væri næturstrætó enn gangandi? Væru hleðslustöðvar aðgengilegar um alla borg til að auðvelda fólki orkuskipti í rafknúin hjól og bíla? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri hér húsnæðisskortur? Væri ungt fólk fast á heimilum foreldra sinna í mörg ár vegna þess að fasteignaverð er uppsprengt eða myndu öll eiga þess kost að eignast þak yfir höfuðið? Ætli hér væri byggt nógu mikið af stúdentaíbúðum þannig að enginn stúdent myndi þurfa að fara á biðlista eftir heimili? Væri ekki líka komin heimavist fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðið? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára væri grunnþjónusta í 15 mínútna göngu- eða hjólafjarlægð? Þannig að öll geti sótt grunnþjónustu innan hverfis hvort sem það er leikskóli, grunnskóli, sundlaug, kaffi- og veitingahús eða matvöruverslun. Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri þá ekki búið að eyða öllum biðlistum á leikskóla? Væru leikskólarnir ekki með sveigjanlegri opnunartíma til að mæta foreldrum á vinnumarkaði eða í námi? Væri búið að tryggja betra starfsumhverfi leikskólakennara? Myndu foreldrar kannski fá að ráða hvenær á sumrin leikskólabörnin þeirra taka sumarfrí eftir því hvenær hentar fjölskyldunni? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að byggja kerfi sem tekur vel á móti innflytjendum og eykur tækifæri fólks af erlendum uppruna til að nýta hæfileika sína? Væri stutt sérstaklega við nýsköpunarstarf, sprotafyrirtæki og aðra atvinnuuppbyggingu fyrir ungt fólk á þeirra forsendum? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að tryggja öryggi kvenna og alls fólks á djamminu? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri innviðir borgarinnar í lagi? Þannig að grunnskólabörn myndu ekki þurfa að sækja skóla í öðru hverfi vegna myglu í sínum hverfisskóla? Væru ungmennahús í öllum hverfum borgarinnar og félagsmiðstöðvastarf eflt? Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára, væri ekki búið að jafna leikinn með því að tryggja að frístundakort barna veiti öllum börnum þess kost að stunda þær tómstundir sem þau dreymir um? Væri ekki búið að byggja upp öfluga íþróttaæfingaraðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og þjóðarleikvang? Við sem erfum ákvarðanir dagsins í dag verðum að vera þátttakendur í ákvarðanatöku sem munu varða okkar framtíð. Það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar og kjósum ungt fólk, að við kjósum Framsókn sem treystir ungu fólki með því að hafa ungt fólk í forystusætum í borginni! Ef þú kýst ekki mun eldra fólk kjósa fyrir þig og ráða þinni framtíð með sinni forgangsröðun á verkefnalista borgarstjórnar. Nýtum kosningaréttinn okkar 14. maí. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar