Viljum við ekki öll eldast? Guðmundur Fylkisson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Guðmundur Fylkisson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað ert þú að skipta þér að málefnum eldri borgara Guðmundur, er spurning sem ég fékk iðulega fyrir um 10 árum síðan, þá á fimmtugsaldri. Þá hafði ég tekið sæti í Öldungaráði Hafnarfjarðar sem fulltrúi Framsóknarfélags Hafnarfjarðar og sat ég þar í eitt og hálft kjörtímabil. Við vorum reyndar tvö sem vorum þá í yngri kantinum í stjórn Öldungaráðs. Það er nú bara þannig að ég hef áhuga á því að verða eldri borgari í Hafnarfirði þegar ég hef aldur til. Eins er það svo að fyrrum tengdaforeldrar mínir, Magga í Burkna og Lulli, eru eldri borgarar hér í bæ og Magga er dugleg að nýta sér félagsstarf FEBH. Eins sit ég í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs og hef verið frá stofnun og er hvað stoltastur þar af því að við lögðum okkar lóð á vogarskálarnar með að nýi Sólvangur varð að veruleika og verið er að breyta nýtingu á gamla Sólvangi og þar með fjölga hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara. Þegar Hollvinasamtökin voru stofnuð, á sínum tíma, bar á pólitískum átökum um skipan stjórnar og vorum við tvö sem vorum utan þeirra átaka sem gáfum kost á okkur í stjórnina og varð úr að bæði uppstillingin og við skipuðum fyrstu stjórn samtakana. Á þeim tíma var tekist á um hugmyndir um nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð. Á báðum þessum vettvöngum, Öldungaráði og Hollvinasamtökunum, kemur fólk með misjafnar stjórnmálaskoðanir en þó með þá sameiginlegu sýn að bæta aðstöðu eldri borgara í bænum okkar. Á vettvangi Öldungaráðs þá beittum við okkur hressilega í ,,matarmálinu“ þegar mikil óánægja skapaðist í framhaldi af því að skipt var um þjónustuaðila þar. Við því var þá brugðist og það lagað. Þeir sem eru skilgreindir sem eldri borgarar í bænum eru um 4000 og þeim fer fjölgandi. Sumir búa heima og eru sjálfum sér nógir, aðrir þurfa aðstoð heima, enn aðrir þurfa fulla þjónustu eins og t.d. á hjúkrunarheimili. Sem betur fer er gert ráð fyrir nýju hjúkrunarheimili í skipulagi Hamranes og er þá næsta skref að fá ríkið að borðinu svo hægt verði að byggja það og reka. Á fyrra kjörtímabilinu mínu í stjórn Öldungaráðs nutum við góðs af því að hafa fundaraðstöðu í Höfn sem þá átti og rak húsin við Sólvangsveg. Eitt af því sem við fengum kynningu á voru hugmyndir Hafnar um byggingu fleiri fjölbýlishúsa fyrir eldri borgara á Sólvangsreitnum, þar sem nálægðin við heilsugæsluna væri t.d. einn af kostunum. Því miður var Höfn leyst upp sem félag en hugmyndirnar eru enn til og finnst mér rétt að þær verði skoðaðar frekar með eldri borgara í huga. Sólvangsreiturinn hentar vel fyrir ákveðinn hóp eldri borgara, sem vill búa í fjölbýli, vera í næsta nágrenni við heilsugæsluna og hjúkrunarheimilið Sólvang. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að það megi vel bjóða eldri borgurum í öllum hverfum bæjarins að sækja sér mat í grunnskólana þar sem bærinn rekur þá þjónustu. Á það hefur verið bent að næringarþörf eldri borgara og barna fari ekki endilega vel saman en það er samt svo að einhæft fæði eða skyndibitafæði er mun verri kostur en þessi mismunur í næringu og það hlýtur að vera svo að maturinn sem við bjóðum börnunum okkar sé hollur og næringarríkur. Í dag leigir Hafnarfjarðarbær aðstöðu af Verkalýðsfélaginu Hlíf, Hraunsel við Flatahraun. Bærinn greiðir að sjálfsögðu leigu af aðstöðunni allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þessi aðstaða er mikið notuð en er því miður ekki opin nema þriðjung sólarhringsins og ekki um helgar. Eins er það svo að bærinn á skólahúsnæði í öllum hverfum þar sem eru t.d. smíðastofur sem eru ekki í notkun síðdegis, á kvöldin og um helgar. Bærinn á líka hlutdeild í Hjallabraut 33 og Sólvangshúsunum og þar var aðstaða til tómstunda. Karlar í skúrnum er skemmtilegt framtak Rauðakrossins og spurning hvort við getum ekki gert betur á því sviði. Er ekki bara best að eldast í Hafnarfirði? Höfundur skipar 6. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar