Fjárfestum í leikskólum Auður Brynjólfsdóttir skrifar 24. apríl 2022 17:01 Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Leikskólar Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að taka á leikskólamálum í Hafnarfirði og við í Samfylkingunni erum svo sannarlega tilbúin í þá vegferð. Fjárfesting í leikskólanum skilar sér margfalt til baka til samfélagsins og við eigum að leita allra leiða til að efla og styðja við starfið. Það þarf að leysa mönnunarvanda leikskólanna; fá fleira fólk inn og fjölga tækifærum núverandi starfsfólks til að bæta við sig þekkingu, efla færni sína í starfi og til að bæta kjör sín. Bætt starfsumhverfi Það verður að bæta starfsumhverfi leikskóla með hagsmuni barna og starfsfólks að leiðarljósi. Það verður t.d. að passa að ekki séu of mörg börn í hverju rými, fjöldinn verður að vera í samræmi við stærð rýmis og það mega ekki vera of mörg börn á hvern starfsmann. Þannig tryggjum við að nemendur fái þann stuðning sem þeir þurfa og tryggjum öryggi þeirra. Að slá ryki í augu kjósenda Nú styttist í kosningar og þá birtist Sjálfstæðisflokkurinn með lausnir í leikskólamálum en þá ber að líta til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt fræðsluráði Hafnarfjarðar í átta ár. Honum hefði því verið lófa lagið að koma þessum lausnum til framkvæmda en það hefur hann ekki gert. Þess í stað slær hann ryki í auga kjósenda með því að lofa öllu fögru korteri í kosningar. XS að sjálfsögðu! Við í Samfylkingunni ætlum að efla fyrsta skólastigið enn frekar í samstarfi við foreldra og starfsfólk leikskólanna eftir bæjarstjórnarkosningarnar. Viljir þú bæjarstjórn sem annt er um öflugt og faglegt leikskólastarf þá setur þú X við S í bæjarstjórnarkosningunum 14. maí næstkomandi. Höfundur er í 7. sæti hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun